212. (35) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 17. september 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Hrafnhildur Sigurðardóttir
Þetta gerðist:
- Málefni Tónlistarskóla Seltjarnarness. Málsnúmer. 2008090044.
Skólastjóri gerði grein fyrir starfi Tónlistarskólans við upphaf skólaárs ásamt stöðu framkvæmda við skólahúsnæði.
Gylfi Gunnarson vék af fundi kl. 8:25. Soffía Guðmundsdóttir og Bryndís Loftsdóttir komu á fundinn.
- Fundargerðir leikskólastjórafunda. Málsnúmer 2007090050 og 2008090037
Fundargerðir 11. fundar skólaársins 2007-2008 og 1. fundar skólaársins 2008-2009, lagðar fram og ræddar.
- Tölulegar upplýsingar um leikskóla Seltjarnarness í sept. 2008. Málsnúmer 2009090038.
Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir skýrslunni.
- Umsókn um aukinn stuðning við barn í Mánabrekku lögð fram. Málsnúmer 2008050055.
Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Umsókn um sérstuðning við barn í Sólbrekku lögð fram. Málsnúmer 2008050056. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Umsókn um framhald á samstarfi Sólbrekku við Myndlistarskólann í Reykjavík lögð fram. Málsnúmer 2007060037.
Umsókn Sólbrekku um áframhaldandi samstarf við Myndlistarskólann í Reykjavík lögð fram. Samþykkt samhljóða og vísað til framkvæmdastjóra sviðs vegna fjárhagsáætlunar.
- Umsókn um áframhaldandi aukna tónlistarkennslu í Mánabrekku. Málsnúmer 2007060038.
Umsókn um áframhald aukinnar tónlistarkennslu í Mánabrekku lögð fram. Samþykkt samhljóða og vísað til framkvæmdastjóra sviðs vegna fjárhagsáætlunar.
- Tillaga skólanefndar vegna húsnæðisþarfar leikskóla. Málsnúmer 2007080016.
Tillaga skólanefndar lögð fram og einróma samþykkt og vísað til framkvæmdastjóra sviðs til meðferðar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:25
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Þórdís Sigurðardóttir(sign)
Jón Þórisson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)