210. (33) fundur skólanefndar Seltjarnarness, miðvikudaginn 27. júní 2008, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal, Austurströnd 2.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra, Ellen Calmon fræðslu og menningarfulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs. Á fundinn kom Edda Óskarsdóttir undir fyrsta lið.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Skýrsla deildarstjóra sérkennslu vegna 2007/2008. Málsnúmer 2008060030.
Edda Óskarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness kom á fundinn og gerði grein fyrir starfi síðasta skólaárs og því sem framundan er.
- Skýrsla Hagfræðistofnunar vegna framtíðarhúsnæðisþarfar skólabygginga á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2007080016.
Skýrsla Hagfræðistofnunar frá júní 2008 lögð fram.
- Erindi frá Hugarheill. Málsnúmer 2008080022.
Tekið fyrir erindi frá Hugarheill um verkefni í Grunnskóla. Skólanefnd vísar því til skólastjóra að meta hvort áhugi sé fyrir verkefninu.
- Styrkumsókn vegna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Málsnúmer 2008070004.
Skólanefnd samþykkir að veita kr. 100.000 styrk til keppninnar.
- Breyting á mötuneyti Mýrarhúsaskóla. Málsnúmer 2008050034.
Stækkun mötuneytis Mýrarhúsaskóla kynnt. Verkinu var lokið á tíma.
- Staða á endurgerð skólalóðar. Málsnúmer 2007020007.
Farið yfir stöðu á endurgerð skólalóðar. Reiknað er með að verkinu ljúki um miðjan september. Verkið hefur tafist frá upphaflegri áætlun.
- Staðan í Grunnskólanum við upphaf skólaárs. Málsnúmer 2008080032.
Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu og starfsmannamálum í Grunnskólanum við upphaf skólaárs.
- Leyfi til starfrækslu daggæslu í heimahúsi. Málsnúmer 2008080039.
Lögð fram umsókn um starfrækslu daggæslu að Melabraut 1. Skólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að starfsemin standist lögbundnar úttektir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:18.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Jón Þórisson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)