209. (32) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 18. júní 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Davíð B. Gíslason, fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs. Gunnar Lúðvíksson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúi kennara, Birna Helgadóttir, fulltrúi foreldra, mættu ekki og Fanney Rúnarsdóttir, fulltrúi kennara, boðaði forföll.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Erindi frá KGRP. Málsnúmer 2008050066.
Lagt fram erindi KGRP þar sem Grunnskóla Seltjarnarness er boðið námsefni og samstarf við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastumdæmis. Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vísar því til skólastjóra Grunnskólans að meta hvort tilboðið samræmist námskrá og vinnureglum um trúarbragðakennslu.
- Tryggingamál nemenda og kennara. Málsnúmer 2007050007.
Framkvæmdastjóri sviðs gerði grein fyrir vinnu er unnin var í framhaldi af beiðni foreldraráðs um að gerð verði úttekt á tryggingarmálum nemenda og kennara. Niðurstaðan er að kennarar eru tryggðir til jafns við annað starfsfólk bæjarins og nemendur njóta sömu tryggingaverndar og aðrir nemendur í landinu. Nánari upplýsingar má finna í tryggingaskilmálum Sjóvá.
- Þróunarverkefni í lífsleikni – samstarf við HR.. Málsnúmer 2008060011.
Framkvæmdastjóri kynnti þróunarverkefni í lífsleikni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Grunnskólinn mun taka þátt í næsta vetur.
- Skýrslur námsráðgjafa vegna skólaársins 2007/2008. Málsnúmer 2008060030.
Skýrslur námsráðgjafa lagðar fram til kynningar. Skólanefnd ítrekar nauðsyn þess að gerður verði samanburður á milli ára.
- Beiðni um styrk vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Málsnúmer 2008020057.
Lögð fram beiðni um styrk frá Kennaraháskóla Íslands vegna stóru upplestrarkeppninnar 2008. Styrkbeiðnin samþykkt samhljóða.
- Ungt fólk 2007 – framhaldsskólar helstu niðurstöður. Málsnúmer 2007010077.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
- Skólabyrjun að morgni skólaárið 2008/2009 – niðurstöður könnunar. Málsnúmer 2008060030.
Niðurstöður könnunar meðal foreldra um breytingu á skólabyrjun yngri nemenda á komandi skólaári lagðar fram. Um 70% foreldra eru hlynntir því að allir bekkir skólans byrji klukkan 8:10.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 8:50.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jón Þórisson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)