207. (30) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2008, kl. 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Gunnar Lúðvíksson, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Davíð B. Gíslason og Sigurlína M. Magnúsdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Tillaga að ráðning skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2008040085.
Umsóknir um starf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness lagðar fram og kynntar. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Baldur Pálsson, Eyjólfur Andrés Björnsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Jón Hilmarsson, Skúli Hakim Mechiat, Sverrir Gestsson og Valdimar Víðisson. Jón Hilmarsson dró umsókn sína til baka á síðari stigum umsóknarferlisins. Skólanefnd samþykkir samhljóða tillögu um að Guðlaug Sturlaugsdóttir verði ráðinn skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá og með 1. ágúst 2008.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jón Þórisson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)