Fara í efni

Skólanefnd

203. fundur 12. mars 2008

203. (26) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 12. mars 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Gunnar Lúðvíksson, Erlendur Magnússon, Kristján Þorvaldsson.Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Guðrún Edda Haraldsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt

Þetta gerðist:

  1. Fundargerðir leikskólastjórafunda. Málsnúmer 2007090050.
    Fundargerðir 5., 6., 7 og 8. funda skólaársins 2007-2008 lagðar fram og ræddar.

  2. Fyrirspurn frá foreldrafélagi Mánabrekku. Málsnúmer 2008020054.
    Lögð fram fyrirspurn stjórnar foreldrafélags Mánabrekku um hvaða uppbygging eða fjölgun plássa er fyrirhuguð í leikskólum Seltjarnarness á næstu tveim árum og hvernig er útlitið í haust. Formaður upplýsti að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sé að vinna að greinargerð varðandi framtíðarþörf fyrir skólahúsnæði á Seltjarnarnesi sbr. fyrri samþykkt skólanefndar. Áætluð lok verksins eru um næstu mánaðarmót. Á fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir 200 milljónum króna til byggingar leikskóla og verða ákvarðanir teknar í framhaldi af skýrslu Hagfræðistofnunar. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar horfir ágætlega með fjölda leikskólaplássa í haust og er stefnt að því að gefa börnum allt niður í 15-18 mánaða kost á leikskóladvöl í haust. Engir biðlistar verða því í leikskólum Seltjarnarness ef fram heldur sem horfir.

  3. Umsókn um leyfi til daggæslu. Málsnúmer 2008030009.
    Lögð fram umsókn frá Kristínu Önnu Jónsdóttur um leyfi til daggæslu barna. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um úttekt á húsnæði og öryggismálum.

  4. Drög að menningarstefnu Seltjarnarness. Málsnúmer 2006030018.
    Lögð fram drög að menningarstefnu Seltjarnarness til umsagnar. Skólanefnd fagnar gerð menningarstefnunnar og gerir ekki athugasemd við drögin.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:20.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Jón Þórisson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?