Fara í efni

Skólanefnd

189. fundur 19. mars 2007

189. (12) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 19. mars 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Kristín J. Gísladóttir og Svandís Bergamansdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs. Á fundinn mættu Rannveig Óladóttir og Kristín Sverrisdóttir, námsráðgjafar í Grunnskólanum undir lið 1.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

1.      Eineltisáætlun Grunnskólans, framhald frá 187. fundi. Málsnúmer 2007010023.
Skólastjóri gerði grein fyrir þeim viðbrögðum sem hefur verið gripið til í skólanum til að bregðast við núverandi ástandi. Námsráðgjafar gerðu grein fyrir þróun og fjölda eineltismála undanfarin ár og hvernig er bruðgist við þeim í skólanum. Meginniðurstaðan er sú að ekki virðist um breytingu á fjölda mála milli ára. Þörf er á að efla forvarnir og endurskoða eineltisáætlun skólans. Skólanefnd beinir því til skólans að eineltisáætlun skólans verði endurskoðuð fyrir lok skólaárs.

 

Þórdís Sigurðardóttir vék af fundi kl. 18:15.
 

2.      Skólanámskrá sameinaðs grunnskóla – staða. Málsnúmer 2006050086.
Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu við vinnu við námskrá sameinaðs skóla. Haraldur Finnsson hefur verið ráðinn til að ritstýra sameinaðri námskrá. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir lok skólaársins og að ný skólanámskrá verði lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar.

3.      Notkun efnavara í grunnskólum. Málsnúmer 2007030028.
Bréf og skýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis lögð fram. Meðfylgjandi bréfinu eru viðmiðunarreglur um notkun efnavara í skólastarfi og niðurstaða efnavörueftirlits í Grunnskólanum. Nú þegar hefur verið brugðist við flestum þeim athugasemdum sem fram koma í bréfinu. Skólanefnd beinir því til skólastjóra að farið verði eftir viðmiðunarreglum Heilbrigðiseftirlitsins varðandi notkun efnavara í skólastarfi. Einnig að brugðist verði við athugasemdum þeim er fram koma í niðurstöðu eftirlitsins á viðeigandi hátt.
 

4.      Úthlutunarlíkan skólaársins 2007/2008. Málsnúmer 2007020032.
Úthlutunarlíkan lagt fram til kynningar. Lagt er til að kennslustundir í 2., 3., 5. og 6. bekk sem bætt var inn á yfirstandandi skólaári eftir samþykkt minnisblaðs skólastjóra verði færðar inn í viðmiðunarstundarskrá viðkomandi bekkja. Viðmiðunarstundir 2. bekkjar verða þá 31, 3. bekkjar 32, 5. og 6. bekkjar 36. Einnig er lagt til að bætt verði við einni viðmiðunarstund hjá 7. bekk til samræmis. Lagt er til að áfram verði haldið með leikræna tjáningu og stundir vegna þeirrar kennslu verði þrjár eins og verið hefur í vetur. Stundir vegna nýbúakennslu og sérkennslu eru áætlun miðað við núverandi skólaár en deildarstjóri sérkennslu er að vinna að áætlun vegna næsta skólaárs. Slík áætlun verður þó ekki fullmótuð fyrr en endanlegar upplýsingar um nemendasamsetningu næsta árs liggjur fyrir. Úthlutunarlíkan samþykkt samhljóða.

5.      Nemendur er ljúka vilja grunnskóla fyrr – staða, fjöldi og aðgerðir. Málsnúmer 2007030029.
Skólastjóri gerði grein fyrir hversu margir nemendur hafa nýtt sér að ljúka samræmdum prófum fyrr undanfarið. Hann gerði einnig grein fyrir framtíðaráformum skólans varðandi þetta og álitamálum varðandi innritun yngri nemenda í framhaldsskóla. Óskað er eftir því við skólann að skoðað verði fyrir sumarið hvernig skólinn hyggst bregðast við þessu á næsta skólaári.

6.      Fjöldi lesblindra í Grunnskóla Seltjarnarness – staða og aðgerðir. Málsnúmer 200730030.
Skólastjóri gerði grein fyrir þjónustu skólans við lesblinda og fjölda þeirra nemenda sem skilgreiningin nær yfir. Alls munu um 67 nemendur falla undir þessa skilgreiningu í skólanum.

7.      Flutningur málefna dagforeldra frá félagssviði. Málsnúmer 2007030012.
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra félagssviðs með tillögu um flutning málefna dagforeldra frá félagssviði yfir á fræðslu-, menningar- og þróunarsvið. Skólanefnd samþykkir skipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti enda fylgi nauðsynlegt fjármagn með málaflokknum. Vísað til bæjarstjórnar.

8.      Beiðni um styrk vegna Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Málsnúmer 2007020059.
Samþykkt að styrkja keppnina um kr. 100.000.

 

9.      Tillaga um breytingu á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls. Málsnúmer 2007010060.
Drög að einfaldaðri gjaldskrá og nýjum reglum fyrir Skólaskjól lögð fram. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að þrír gjaldflokkar verði í Skjólinu og að það nái einnig til 4. bekkjar. Drögin samþykkt samhljóða og þeim vísað til fjárhags- og launanefndar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:10.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?