Fara í efni

Skólanefnd

12. febrúar 2007

187. (10) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 12. febrúar 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Kristín J. Gísladóttir og Birna Helgadóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

 

Þetta gerðist:

  1. Bréf frá kennurum Mýrarhúsaskóla. Málsnúmer 2006120011.
    Bréf frá kennurum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla lögð fram. Skólanefnd fjallaði efnislega um efni bréfanna á 185. fundi sínum þann 4. desember síðast liðinn og lýsti yfir áhyggjum af óvissu í kjaramálum kennara. Fjárhags- og launanefnd hefur verið sent bréf vegna málsins og var það tekið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í janúar.

 

  1. Uppsögn umsjónarkennarastöðu. Málsnúmer 2006120027.
    Skólastjóri gerði grein fyrir bréfi frá kennara við Valhúsaskóla og hvernig málið hefði verið leyst innan skólans.

  2. Samkomulag um lengda viðveru 10-16 ára gamalla nemenda. Málsnúmer 2007010001.

Skólanefnd Seltjarnarness fagnar samkomulagi félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna en bæjarfélagið hefur veitt þá þjónustu sem það felur í sér um nokkurra ára skeið. Með samkomulaginu er stefna bæjarstjórnar í málefnum fatlaðra grunnskólabarna staðfest og aðkoma ríkisins að málinu tryggð.

 

  1. Breyting á reglugerð samræmdra prófa. Málsnúmer 2006120018.
    Bréf menntamálaráðuneytis lagt fram til kynningar.

 

  1. Breytingar á grunnskólalögum nr. 66/1995. Málsnúmer 2007010029.
    Bréf menntamálaráðuneytis lagt fram til kynningar.

 

  1. Samræmd próf í 4. og 7. bekk skólaárið 2007-2008. Málsnúmer 2007010066.
    Bréf menntamálaráðuneytis lagt fram til kynningar. Undir liðnum dreifði skólastjóri niðurstöðum samræmdra prófa í 2006. Framhald liðar 8 af fundi 183, dags. 24.10.2006.

 

  1. Dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008. Málsnúmer 2007010066.
    Bréf menntamálaráðuneytis lagt fram til kynningar.

 

  1. Brännpunkt Norden 2007. Málsnúmer 2007010070.

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

 

  1. Eineltisáætlun grunnskóla. Málsnúmer 2007010023.

Skólanefnd kallaði eftir stöðu eineltismála í Grunnskóla Seltjarnarness. Skólastjóri gerði grein fyrir hvernig skólinn brygðist við eineltismálum og vísaði í eineltisáætlun skólans. Samþykkt að skólastjóri leggi fram samantekt um þróun eineltismála undanfarin ár, þ.e. fjölda þeirra og alvarleika í viðleitni við að meta árangur aðgerða gegn einelti og hvort ástæða sé til að gera breytingar. Skoðaðir verði kostir og gallar þess að innleiða Olweusar áætlunina samkvæmt óskum kennara Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla og foreldraráðs.

 

  1. Innritun í Grunnskóla 2007/2008. Málsnúmer 2007020013.

ÓJS gerði grein fyrir fyrirkomulagi við innritun nýnema í Grunnskóla Seltjarnarness vegna komandi skólaárs. Innritun í skólana er að fullu orðin rafræn. Auglýst verður sunnudaginn 25. febrúar sem er sami dagur og Reykjavík auglýsir sína innritun. Innritun mun standa yfir frá 26. febrúar til 2. mars. Bréf verður einnig sent til forráðamanna fimmtudaginn 22. febrúar bæði í pósti og tölvupósti.

 

  1. Fundartímar skólanefndar 2007.

Máli frestað á 186. fundi skólanefndar. Frá og með ágústfundi flytjast skólanefndarfundi til kl. 8:00 á miðvikudagsmorgnum. Stungið er upp á eftirfarandi dagsetningum fyrir fundi skólanefndar á árinu 2007:

12. febrúar kl. 17:00
19. mars kl. 17:00
16. apríl kl. 17:00
14. maí kl. 17:00
4. júní kl. 17:00
29. ágúst kl. 8:00
19. september kl. 8:00
17. október kl. 8:00
21. nóvember kl. 8:00
12. desember kl. 8:00
4. janúar - Jólaboð skólanefndar kl. 19:00

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:52

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?