Fara í efni

Skólanefnd

186. fundur 22. janúar 2007

186. (9) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 22. janúar 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Erla Gísladóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt

Þetta gerðist:

Málefni Tónlistarskóla:

  1. Málefni Tónlistarskóla. Málsnúmer 2007010046.
    Skólastjóri fór yfir helstu þætti skólastarfsins og skóladagatal. Enginn biðlisti er í skólann að heita má og hefur einungis þurft að hafna einni umsókn sem barst á miðju skólaári. Skólinn er að koma sérstaklega vel út úr prófum prófanefndar. Lúðrasveitin á 40 ára afmæli á þessu ári og verður haldið upp á það á ýmsa vegu. Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi Tónlistarskólans.

  2. Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. Málsnúmer 2006120032.
    SEJ lagði fram og kynnti drög að reglum um námsvist nemenda er stunda nám í tónlistarskólum utan Seltjarnarness er unnin voru af starfshópi er skipaður var af skólanefnd síðast liðið haust. Hópurinn hittist fjórum sinnum. Vakinn var athygli á hugsanlegu vanhæfi eins ÞS til að fjalla um málið en það var mat skólanefndar að hún væri ekki vanhæf. Samþykkt samhljóða að vísa reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gylfi Gunnarsson vék af fundi klukkan 17:51  og Guðbjörg Jónsdóttir, Erla Gísladóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu inn.

 

Málefni leikskóla:

  1. Fundargerðir 1.2.3.4. og 5. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa. Málsnúmer 2006120051.
    Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

  2. Ársskýrslur leikskólastjóra fyrir skólaárið 2005-2006. Málsnúmer 2007010037.
    Ársskýrslur lagðar fram til kynningar.

  3. Umsókn um styrk til íþróttakennslu 5 ára barna. Málsnúmer 2006020003.
    Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið.

  4. Umsókn leikskólastjóra Mánabrekku um stuðning fyrir barn fætt 2002. Málsnúmer 2007010041.
    Samþykkt að sækja um heimild til fjárhags- og launanefndar fyrir allt að 25% starfi.

  5. Umsókn leikskólastjóra Sólbrekku um stuðning fyrir barn fætt 2001. Málsnúmer 2006080022.
    Samþykkt að sækja um heimild til fjárhags- og launanefndar fyrir allt að 25% starfi.
     
  6. Kynning á námi starfsmanna leikskóla Seltjarnarness í Leikskólabrú FG. Málsnúmer 2007010042.
    HS kynnti tilhögun á námi ófaglærðra starfsmanna leikskóla Seltjarnarness.

  7. Umsókn um tilfærslu á námskeiðsdegi leikskóla. Málsnúmer 2007010047.
    HS kynnti umsókn leikskóla Seltjarnarness um tilfærslu á námskeiðsdegi frá áður samþykktu skóladagatali vegna námsferðar starfsfólks leikskólanna. Sótt er um að sleppa skipulagsdögum sem áætlaðir voru 29. janúar og 13. júní og þeir verði teknir 20. og 23. apríl í staðinn. Samþykkt en óskað eftir að breytingin verði sérstaklega kynnt fyrir stjórnum foreldrafélaga leikskólanna og dagarnir verði auglýstir með góðum fyrirvara.

 

Önnur mál:

  1. Fundartímar skólanefndar árið 2007.
    Lögð fram tillaga að fundartímum skólanefndar til janúar 2008. Frá og með ágúst mun nefndin funda klukkan 8:00 í stað 17:00. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:29.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?