185. (8) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 4. desember kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Sigurlína M. Magnúsdóttir og Svandís Bergmansdóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs. Jón Þórisson boðaði forföll.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Bréf frá menntamálaráðuneyti um fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum. Málsnúmer: 2006110030.
Bréfið lagt fram og kynnti skólastjóri að því hefði verið vísað í starfshóp innan skólans sem er að útfæra sjálfsmatsmælikvarða. Skólastjóra falið að hafa hliðsjón af tillögum starfshóps ráðuneytisins við vinnu að sjálfsmati í skólanum.
- Erindi frá kennurum Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla. Málsnúmer: 2006110026.
-
- Fréttabréf Félags grunnskólakennara, lagt fram á fundi 13. nóvember.
ÞHM kynnti viðræður KÍ við LN vegna greinar 16.l. í kjarasamningi og óánægju kennara í Valhúsaskóla með framvindu málsins. OBÞ ítrekaði að sams konar afstaða lægi fyrir hjá kennurum í Mýrarhúsaskóla. Samþykkt að skólanefnd sendi fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness bréf þar sem hún lýsir áhyggjum af þeirri óvissu sem ríkir í kjaramálum kennara. - Umsjónartímar og samtímar með tilliti til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
ÞHM kynnti afstöðu kennara til nýtingar umsjónartíma og samtíma í Valhúsaskóla en óánægja er meðal kennara skólans vegna skerðingar á umsjónartíma. Skólanefnd vísar málinu til skólastjóra og áréttar að hann er yfirmaður skólans og ráðstafar kennslustundum í samræmi við reglur og áherslur hverju sinni. Hlutverk skólanefndar er stefnumörkun og eftirlit. - Brunavarnir í Valhúsaskóla.
ÞHM fór yfir ástand brunavarna í skólanum. Brunavarnir eru í ágætum farvegi.
- Fréttabréf Félags grunnskólakennara, lagt fram á fundi 13. nóvember.
- Erindi frá dönskukennurum Grunnskóla Seltjarnarness um stöðu dönskukennslu. Málsnúmer: 2006110043.
Bréf frá dönskukennurum lagt fram og rætt. Málið verður skoðað innan skólans þegar nefnd um endurskoðun kennsluskipulags grunn- og framhaldsskóla hefur lokið störfum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)