Fara í efni

Skólanefnd

181. fundur 18. september 2006

181. (5) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn á Austurströnd 2 mánudaginn 18. september 2006, kl. 17:05.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Lúðvíksson, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri tónlistarskóla, Lúðvík Hjalti Jónsson, sviðsstjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri og Erla Gísladóttir fulltrúi foreldra.
Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: LHJ / HSig.

Þetta gerðist:

Málefni tónlistarskóla:

1. Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness gerði grein fyrir upphafi

  skólastarfs á komandi skólaári 2006 - 2007.

 

2. Rætt var um mikilvægi samræmingar á stundaskrám milli Grunnskóla, Tónlistarskóla og

    íþróttafélagsins Gróttu.  Fyrirhugaður er fundur í vikunni með fulltrúum þessara aðila til að

    stilla saman strengi. Skólanefnd telur afar brýnt að framangreindir aðilar ræði saman við

    gerð stundartaflna vetrarins, þannig að skóladagur grunnskólabarna verði sem

    heildstæðastur.

 

3. Rætt var um húsnæðismál Tónlistarskóla Seltjarnarness og viðhald. Mikil þörf er orðið á að

    gera við húsnæði tónlistarskólans, viðhald er orðið ábótavant utanhúss.

 

4. Skólanefnd Seltjarnarness samþykkir að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem

    semji reglur um skólavist í tónlistarskólum utan Seltjarnarness.  Starfshópurinn skili

   tillögum til skólanefndar fyrir 1. desember 2006.  Formaður lagði til starfshópurinn verði

    þannig skipaður:  Þórdís Sigurðardóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson og Gylfi Gunnarsson.

 

Gylfi Gunnarsson vék af fundi.

Á fundinn mættu Hrafnhildur Sigurðardóttir, Soffía Guðmundsdóttir og Erla Gísladóttir.

 

Leikskóli:

5. Leikskólafulltrúi greindi frá þróunarstyrkjum leikskóla.  Mánabrekka fékk styrk frá

    menntamálaráðuneytinu til að vinna að þróunarverkefninu

  “Náttúran – uppspretta sköpunar og gleði” og Sólbrekka fékk styrk frá skólanefnd

   Seltjarnarness til að vinna að þróunarverkefninu “SMT – skólafærni”.

 

6. Skólanefnd hefur veitt styrk til kennslu 4 ára barna (f. 2002) í Myndlistarskólanum í Rvk.

   (7 skipti pr. barn). Kennslan hefst á haustönn 2006.

 

7. Leikskólafulltrúi lagði fram Tölulegar upplýsingar um stöðu mála í leikskólunum í

    september 2006 (Fskj. 181-1). 

 

8. Rafræn starfsmannakönnun var gerð í leikskólunum vorið 2006. Niðurstöður  

    könnunarinnar verða kynntar síðar.

 

9. Lögð fram skýrsla frá Björgvini Finnssyni um íþróttakennslu 5 ára barna. Leikskólafulltrúa   

    falið að kanna möguleika á framhaldi íþróttakennslunnar fyrir 5 ára börnin. (Fskj. 181-2)

 

10. Formaður leggur til að skipuður verði starfshópur er fjallar um skipan mála við kennslu 5

      ára barna á Seltjarnarnesi. Starfshópinn skipi fulltrúar frá leik- og grunnskólum, fulltrúar

      skólanefndar og skólaskrifstofu. Tilnefnt verður í starfshópinn á næsta fundi

      skólanefndar.  

 

11. Sólbrekka verður 25 ára þann 1.okt. nk. og Mánabrekka verður 10 ára þann 1.nóv. n.k.

     Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa og formanni skólanefndar að velja leiktæki

     að gjöf á skólalóð Sólbrekku. Í tilefni af 10 ára afmælis Mánabrekku er samþykkt að gefa

     leikskólanum brúðuleikhússýningu á afmælisdaginn.

 

12. Formaður skólanefndar Seltjarnarness lagði fram svohljóðandi bókun vegna málefna

      mötuneyta leikkóla:

“Í fjölskyldustefnu Seltjarnarness sem samþykkt var í maí 2006, kemur fram að börnum og starfsfólki í leik- og grunnskólum Seltjarnarness bjóðist hollur og næringarríkur matur, samkvæmt stefnu Manneldisráðs. Skólanefnd ítrekar, af gefnu tilefni, mikilvægi þess að þeirri stefnu verði fylgt í leikskólunum á Seltjarnarnesi og að virkt samráð sé á milli leik- og grunnskóla varðandi gerð matseðla.” 

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?