Fara í efni

Skólanefnd

13. febrúar 2006

173 (68). fundur Skólanefndar haldinn mánudaginn 13. febrúar 2005 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Mættir voru:

Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, , Árni Einarsson, Hildurgunnur Gunnarsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Sigfús Grétarsson, Alda Gísladóttir, Olga B. Þorleifsdóttir,

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

Leikskóli

1. Lögð fram umsókn um atferlisþjálfun fyrir barn í leikskóla. Skólanefnd vísar málinu til afgreiðslu Fjárhags og launanefndar.  (Fskj. 173-1) Málsnúmer: 2006010081

2. Lögð fram og samþykkt tillaga um sumarlokun leikskóla sumarið 2006. Sólbrekka lokar frá kl.13:00 föstudaginn 23. júní og opnar kl.13:00 mánudaginn 24 júlí. Mánabrekka lokar kl.13:00 föstudaginn 7. júlí og opnar kl.13:00 miðvikudaginn  9. ágúst.  (Fskj. 173- 2) 

3. Lögð fram tillaga um starfstíma gæsluvallar sumarið 2006. Samþykkt að gæsluvöllurinn verði starfræktur frá 26. júní – 28. júlí á lóð leikskólanna í sumarlokun þeirra. (Fskj. 173-3)

Grunnskóli

4. Skólanefnd samþykkir að Skólaskrifstofa Seltjarnarness gangi til samninga við Outcome varðandi mat á skólastarfi. Lögð er áhersla á að leik-, grunn- og tónlistarskóli séu aðili að málinu (Fskj. 173-4)  Málsnúmer: 2006020015

5. Lögð fram til kynningar umsókn um styrk í Endurmenntunarsjóð menntamálaráðuneytis til að halda námskeiðið „Fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat“. (Fskj. 173-5) Málsnúmer: 2006020008

6. Drög að skólastefnu fyrir Seltjarnarnes lögð fram til kynningar, ásamt  fundargerðum vinnuhóps um stefnumótum. (Fskj. 173–6) Málsnúmer: 2005110046

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.  18:17

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Árni Einarsson (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?