Fara í efni

Skólanefnd

171. fundur 09. janúar 2006

171. (66) fundur Skólanefndar haldinn mánudaginn 9. janúar 2006 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Margrét Harðardóttir, Sigfús Grétarsson, Alda S. Gísladóttir, Olga B. Þorleifsdóttir, Rögnvaldur Sæmundsson og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir.


Fundi stýrði: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

1.     Fundartímar Skólanefndar fyrir árið 2006 lagðir fram. Fundartímar samþykktir.  (Fskj. 170-1)

2.      Lögð fram ósk/umsókn foreldra um atferlismeðferð vegna barns á Mánabrekku. Skólanefnd vísar málinu til Fjárhags- og launanefndar.

3.      Lagðar fram til kynningar 1. og 2. fundargerð byggingarnefndar 2. áfanga endurbóta í  Mýrahúsaskóla.  (Fskj. 170-2) Málsnúmer: 2005110056

4.      Lagt fram til kynningar og umræðu erindi frá foreldraráði/foreldrafélagi og stjórnendum Grunnskóla Seltjarnarness um umferðarmál við skólann. Grunnskólafulltrúa falið að senda Skipulags- og mannvirkjanefnd bréf þar sem bent er á lausnir. (Fskj. 170-3) Málsnúmer:  2005120011

5.      Lögð fram skýrsla um starfsemi Skólaskjóls haustið 2005. (Fskj. 170-4)

6.      Lagt fram til kynningar bréf frá Eiríki Erni Arnarsyni sálfræðingi þar sem hann greinir frá því að forvarnarverkefnið Hugur og heilsa hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppninni „Upp úr skúffunum“, sem eru Hagnýtingarverðlaun Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands. Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga um verkefnisstöðu og nákvæman tímaramma v/þessa skólaárs.(Fskj. 170-5) Málsnúmer: 2005100054

7.      Lögð fram til kynningar skýrsla menntamálaráðuneytis um kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði. (Fskj. 170-6)

8.      Lögð fram til kynningar skýrsla menntamálaráðuneytis um foreldraráð í grunnskólum 2004-2005. (Fskj. 170-7)

9.      Lagt fram til kynningar bréf frá Myndlistarskólanum í Reykjavík varðandi samstarf skóla og Myndlistarskólans í Reykjavík. (Fskj. 170-8) Málsnúmer: 2005100009

10.  Mál varðandi nemanda í Valhúsaskóla kynnt og rætt.

11.  Lagt fram minnisblað um kennslu í tjáningu í Valhúsaskóla. Skólastjóra og grunnskólafulltrúa er falið að koma með tillögur um útfærslu. (Fskj. -170-9) Málsnúmer: 2005100059

 

Fundargerð upplesin og samþykkt

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:06

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Árni Einarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?