167 (62) fundur skólanefndar haldinn þriðjudaginn 4. október 2005 kl. 17:00 á Bæjarskrifstofunni á Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Margrét Harðardóttir, Sigfús Grétarsson, Alda S. Gísladóttir, Olga B. Þorleifsdóttir, Rögnvaldur Sæmundsson og Svandís Bergmannsdóttir.
Fundi stýrði: Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundargerð ritaði: Margrét Harðardóttir.
Dagskrá:
1. Lagðar fram til kynningar ýmsar upplýsingar um skipulag Skólaþings. Málsnúmer: 2005060056
2. Rætt um fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Leik- og grunnskólafulltrúa falið að samræma og laga textann sem snýr að skólamálum og senda til skólanefndar. Málsnúmer: 2003110056
3. Skólanámskrá fyrir Valhúsaskóla lögð fram til umsagnar. Málsnúmer: 2005100005
4. Bæklingurinn „Skólinn okkar“ Mýrarhúsaskóli lagður fram til kynningar. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með bæklinginn. Málsnúmer: 2005100005
5. Ársskýrslur námsráðgjafa og sálfræðings lagðar fram til kynningar. Skólanefnd leggur áherslu á að eineltisáætlun grunnskólans verði endurskoðuð og samstarfi verði komið á við Íþróttafélagið Gróttu þar að lútandi. Rætt um að biðlistar hafi myndast vegna greiningar hjá sálfræðingi. Skólastjóra falið að ganga í málin. Málsnúmer: 2005090063
6. Lagt fram reiknilíkan vegna úthlutunar kennslumagns fyrir Grunnskóla Seltjarnarness miðað við 1. október 2005. Málsnúmer: 2005046075
7. Lagðar fram til kynningar upplýsingar um málþing RKHÍ sem haldið verður 7. og 8. október nk.
8. Skólanefnd samþykkir að veita Stóru upplestrarkeppninni styrk að upphæð kr. 30.000,-Málsnúmer: 2003090012
9. Málefni nemanda í Valhúsaskóla lagt fram til kynningar. Málsnúmer 2005100006
10. Önnur mál:
a) Rætt um bréf Landsvirkjunar vegna: „Verkefnis um orkumál -samkeppni í grunnskólum“. Seltjarnarnesbær hefur sett sér verklagsreglur varðandi auglýsingar í leik- grunn- og tónlistarskólum á Seltjarnarnesi dagsettar 9. ágúst 2004 sem finna má á heimasíðu grunnskólans og leikskólanna.
b) Rætt um ljósritunarvél í Mýrarhúsaskóla. Skólastjóra falið að leysa málið.
c) Rætt um nettengingar á tölvukerfi Mýrarhúsaskóla.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:40.
(sign. Barni Torfi Álfþórsson)
(sign. Lárus B. Lárusson)
(sign. Árni Einarsson)
(sign. Sunneva Hafsteinsdóttir)