Fara í efni

Skólanefnd

163. fundur 20. júní 2005

163 (58) fundur skólanefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn mánudaginn 20. júní 2005 kl. 17:00-19:25 á Bæjarskrifstofu.

Þátttakendur: Skólanefnd: Gunnar Lúðvíksson Lárus B. Lárusson, Þórdís Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, María Óskarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Fundargerð ritaði Hrafnhildur Sigurðardóttir

  1. Fundargerðir 7. 8. og 9. fundar leikskólafulltrúa og leikskólastjóra lagðar fram(Fskj. 1)
  2. Niðurstöður úr rafrænni foreldrakönnun kynntar. Ánægjulegar niðurstöður og góð þátttaka foreldra (Fskj. 2).
  3. Tillaga að breytingum á seldum dvalartímum leikskólanna. Samþykkt samhljóða að selja dvalartíma frá kl. 9:00 árdegis (Fskj. 3).
  4. Störf 5 ára nefndar kynntar. Starfandi hefur verið nefnd með fulltrúum leikskólanna, foreldra og kennara yngstu barna grunnskólans. Unnið er að ítarlegri námskrá fyrir 5 ára börnin sem kynnt verður skólanefnd síðar (Fskj. 4).
  5. Umsókn í þróunarsjóð skólanefndar lögð fram (Fskj. 5).
  6. Önnur mál:

Tillaga að nýrri dagsetningu á skólaþingi lögð fram.

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Lárus B Lárusson (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?