163 (58) fundur skólanefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn mánudaginn 20. júní 2005 kl. 17:00-19:25 á Bæjarskrifstofu.
Þátttakendur: Skólanefnd: Gunnar Lúðvíksson Lárus B. Lárusson, Þórdís Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, María Óskarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fundargerð ritaði Hrafnhildur Sigurðardóttir
- Fundargerðir 7. 8. og 9. fundar leikskólafulltrúa og leikskólastjóra lagðar fram(Fskj. 1)
- Niðurstöður úr rafrænni foreldrakönnun kynntar. Ánægjulegar niðurstöður og góð þátttaka foreldra (Fskj. 2).
- Tillaga að breytingum á seldum dvalartímum leikskólanna. Samþykkt samhljóða að selja dvalartíma frá kl. 9:00 árdegis (Fskj. 3).
- Störf 5 ára nefndar kynntar. Starfandi hefur verið nefnd með fulltrúum leikskólanna, foreldra og kennara yngstu barna grunnskólans. Unnið er að ítarlegri námskrá fyrir 5 ára börnin sem kynnt verður skólanefnd síðar (Fskj. 4).
- Umsókn í þróunarsjóð skólanefndar lögð fram (Fskj. 5).
- Önnur mál:
Tillaga að nýrri dagsetningu á skólaþingi lögð fram.
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)