Fara í efni

Skólanefnd

66. fundur 17. september 2005

166 (61) fundur skólanefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn mánudaginn 17. september 2005 kl. 17:00-18:10 á Bæjarskrifstofu.

Mættir voru: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson.  

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundargerð ritaði: Lúðvík Hjalti Jónsson

Dagskrá:

1.  Aðalskipulag Seltjarnarnes, umsögn.

  1. Lögð fram drög að greinargerð um Aðalskipulag Seltjarnarness dagsett 5. september 2005.  (Fskj. – 166-1) Málsnúmer: 200308003

 

Gerðar eru eftirfarandi athugasemdir.

A.      Á bls. 21 í kafla um grunn og leikskóla og tónlistarskóla falli brott orðið “áfram”.

B.      Í stað orðanna “og aukna fjölbreytni framboðs” í kafla um íþróttasvæði á bls. 21 komi “fjölbreytt framboð”.

C.      Í kafla um félagsþjónustu á bls. 21 falli út “þar sem það er vænlegur kostur fyrir Seltjarnarnesbæ”.

D.      Í kafla um Heilsugæslu á bls. 21 falli brott “með fjölgun þeirra norðan við fyrirhugaðan gervigrasvöll.”

E.       Á bls. 24 í kafla um gatnakerfi falli brott “Helst gæti verið hætta á slíkum vandamálum á gatnamótum Nesvegar og Suðurstrandar, en niðurstöður reiknilíkans benda þó til að svo sé ekki.”  Einnig falli brott “á þessu svæði” í lok kaflans.

F.       Á bls. 24 hljóði önnur setning í kafla um aðalstíga svo: Þeir skulu vera með bundnu slitlagi “þar sem því verður við komið” og........

G.      Jafnframt vill skólanend ítreka að skoðað verði sérstaklega að leysa bílastæðamál og tryggja umferðaröryggi barna og unglinga gagnvart öllum stofnunum bæjarins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:11.

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Árni Einarsson (sign)

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?