161 (56). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 25. apríl 2005 kl. 17:00-19:00 að Austurströnd 2.
Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Alda Gísladóttir og Olga B. Þorleifsdóttir fulltrúar kennara, Rögnvaldur Sæmundsson fulltrúi foreldra.
Dagskrá:
- Lagt fram reiknilíkan fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2005-2006. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi reiknilíkan með eftirfarandi bókun:
Skólanefnd óskar eftir því við Fjárhags- og launanefnd að verðandi 9. bekkur verði áfram í fjórum bekkjardeildum en ekki þremur eins og reiknilíkanið gerir ráð fyrir. Heildarkennslumagn yrði þá 831 kennslustund í stað 812. Um er að ræða fjölgun kennslustunda um 19.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.) Gunnar Lúðvíksson (sign.) Lárus B Lárusson (sign.) Árni Einarsson (sign.) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Skólanefnd felur skólastjóra að breyta tilhögun skiptistunda í yngstu bekkjum skólans til að tryggja óbreytta þjónustu í Mýrarhúsaskóla.
- Skóladagatal fyrir Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2005-2006 lagt fram og samþykkt. Skóladagatalið er unnið í samráði við leikskóla og Tónlistarskóla (Fskj. 161-1).
- Lagt fram meðfylgjandi minnisblað skólanefndar vegna Þróunarsjóðs Grunnskóla Seltjarnarness. Lagt er til að verkefni um sögu og náttúrufræði Seltjarnarness verði tilraunaverkefni sem fyrst um sinn yrði vistað á netinu og tengt öðru efni t.d. skipulagsmálum og umhverfismennt. Skólanefnd samþykkir minnisblaðið að öðru leyti og óskar eftir formlegum umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2005 (Fskj. 161-2).
- Stuðningi við verkefnið „Hugsað um barn“ er synjað að svo stöddu (Fskj. 161-3).
- Lögð fram 13. fundargerð byggingarnefndar Mýrarhúsaskóla (Fskj. 161-4).
- Lögð fram til kynningar skýrsla frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa um áhættuhegðun ungra ökumanna (Fskj. 161-5).
- Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Grunnskóli Seltjarnarness hlutu styrk að upphæð kr. 480.000,- úr Endurmenntunarsjóði menntamálaráðuneytis til að halda námskeið um einstaklingsmiðað nám fyrir kennara skólans (Fskj. 161-6).
- Lögð fram textasvör kennara og foreldra í viðhorfakönnunum í Grunnskóla Seltjarnarness frá því í janúar og febrúar sl. Skólanefnd áformar að láta endurskoða spurningalistann (Fskj. 161-7).
- Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi (Fskj. 161-8).
- Lögð fram og samþykkt eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir Tónlistarskólann fyrir skólaárið 2005-2006:
Hljóðfæranám: kr. 52.000,-
Hljóðfæri með undirleik kr. 78.500,-
Forskóli: kr. 27.000,-
Hljóðfæraleiga: kr. 6.000,-
Systkinaafsláttur er 20% fyrir annað barn og 40% fyrir þriðja barn.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)