Fara í efni

Skólanefnd

158. fundur 14. mars 2005

158 (53). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 14. mars 2005, kl. 17:00-18:30 að Austurströnd 2.

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Alda Gísladóttir og Olga B. Þorleifsdóttir fulltrúar kennara, Rögnvaldur Sæmundsson fulltrúi foreldra.

Dagskrá:

  1. Lagðar fram fundargerðir byggingarnefndar Mýrarhúsaskóla # 7-11 (Fskj.158-1).

Skólanefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu hjá fjárhags- og launanefnd vegna endurbyggingar á Mýrarhúsaskóla samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir.

  1. Lögð fram skýrsla um starfsemi Skólaskjóls á haustönn (Fskj. 158-2).

 

  1. Lögð fram viðhorfakönnun starfsmanna og foreldra Grunnskóla Seltjarnarness. Samþykkt var að umræða um viðhorfakönnun verði aftur á dagskrá næsta fundar (158-3).

 

  1. Skólanefnd samþykkir að skipa starfshóp til að undirbúa skólaþing sem haldið verður í september nk. Í starfshópnum eru fulltrúar leik- og grunn- og tónlistarskóla, fulltrúar forelda á öllum skólastigum, fulltrúar úr skólanefnd og leik- og grunnskólafulltrúi.

 

  

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B Lárusson (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?