156 (51). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 14. febrúar 2005, kl. 17:00-19:00 að Austurströnd 2.
Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Þórdís Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, María Óskarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Tónlistarskóli:
1. Skólastjóri Tónlistarskólans greindi frá skólastarfinu í vetur í framhaldi af stækkun og endurnýjun skólans. Skólastarf hefur gengið vel og eru kennarar ánægðir með endurbæturnar.
2. Lagt fram minnisblað frá skólastjóra Tónlistarskólans varðandi hugleiðingar um framtíðarsýn í tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Skólanefnd samþykkir að stofnaður verði starfshópur varðandi ofangreint minnisblaðs. Í starfshópnum verði einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta, skólastjóri Tónlistarskólans og Auður Hafsteinsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness 2005, auk grunnskólafulltrúa sem er starfsmaður hópsins. (Fskj.1)
3. Lagt fram yfirlit yfir æskilegar framkvæmdir í Tónlistarskólanum. (Fskj.2)
Leikskóli:
4. Fundargerðir 2. 3. 4. 5. og 6. fundar leikskólastjóra lagðar fram. Fyrirspurnir um nokkur atriði. Fundargerðir samþykktar. (Fskj. 3)
5. Umsókn um greiðslur v/barns í leikskóla í Reykjavík, bréf dagsett 26.11.04.
Samþykkt að halda sig við þær reglur sem samþykktar hafa verið í skólanefnd. (Fskj.4)
6. Ársskýrslur leikskólastjóra fyrir skólaárið 2003 – 2004 lagðar fram. Nefndin þakkar greinagóðar ársskýrslur. (Fskj. 5 hjá leikskólafulltrúa)
7. Skólanefnd samþykkir að gæsluvöllur verði opinn allan daginn frá 27. júní – 5. ágúst 2005.
8. Ákveðið að leggja rafræna könnun fyrir foreldra leikskólabarna vorið 2005. Leikskólafulltrúa falið að leita tilboða varðandi kostnað.
9. Fimmtíu börn hætta í leikskólunum sumarið 2005 og munu öll börn fædd 2003 og börn fædd á fyrstu mánuðum ársins 2004 komast að í leikskólunum (17- 18 mánaða).
10. Umsókn um styrk v/vinnu við starfsmannahandbók leikskóla, bréf dagsett 11.02.05. Samþykkt að greiða útlagðan kostnað. (Fskj. 6)
Fundargerð:
Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi
Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)