Fara í efni

Skólanefnd

338. fundur 29. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:15 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

338. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 29. janúar 2025, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hannes T. Hafstein, Karen María Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: , Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi skólastjóra grunnskóla á Seltjarnarnesi, Helga Kristín Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara grunnskóla á Seltjarnarnesi og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra grunnskóla á Seltjarnarnesi.

1. 2024100228 - Verkfall í Leikskóla Seltjarnarness.

Leikskólastjóri fór yfir áætlun um starfsemi í Leikskóla Seltjarnarness komi til boðaðs verkfalls félagsmanna í KÍ.

2. 2025010313 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2025-2026.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir horfum varðandi inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi haustið 2025.

3. 2025010214 - Leikskóladagatal Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2025-2026.

Lagt fram til kynningar.

4. 2025010215 - Leikskóladagatal Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness skólaárið 2025-2026.

Lagt fram til kynningar.

Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Sigurþóra Bergsdóttir viku af fundi og Kristjana Hrafnsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Skúli Eiríksson kl. 09:05.

5. 2025010311 - Skóladagatal Mýrarhúsaskóla skólaárið 2025-2026.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026.

6. 2025010312 - Skóladagatal Valhúsaskóla skólaárið 2025-2026.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2025-2026.

7. 2024010163 - Úttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

Kristjana Hrafnsdóttir lagði fram drög að tillögum að eftirfylgni grunnskóla á Seltjarnarnesi vegna úttektar á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?