Fara í efni

Skólanefnd

336. fundur 30. október 2024 kl. 08:15 - 10:15

336. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 30. október 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Áslaug Eva Björnsdóttir fulltrúi foreldra, Helga Þórdís Jónsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara í Valhúsaskóla, og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra. 

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

1. 2024100215 Tillaga að breytingum á opnunartíma, dvalartíma barna, skipulagi innri starfsemi og gjaldskrám leikskóla á Seltjarnarnesi.

Drög lögð fram.

2. 2024100228 Verkfall í Leikskóla Seltjarnarness.

Farið var yfir starfsemi Leikskóla Seltjarnarness í yfirstandandi verkfalli félagsmanna í KÍ.

Margrét Gísladóttir og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Kristjana Hrafnsdóttir, Áslaug Eva Björnsdóttir, Helga Þórdís Jónsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 08:55.

3. 2024100211 Erindisbréf skólanefndar, endurskoðun.

Lagt fram. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

4. 2024100214 Reglur Seltjarnarnesbæjar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram. Skólanefnd samþykkir reglur Seltjarnarnesbæjar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

5. 2024010163 Úttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd felur skólastjórum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla að vinna umbótaáætlun um sérkennslu í skólunum ásamt tillögum að forgangsröðun aðgerða og tímasettri aðgerðaráætlun.

Skólanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að taka til athugunar ábendingar sem fram koma um skólaþjónustu í úttektarskýrslu um sérkennslu í GS.

Karen María Jónsdóttir vék af fundi kl. 9:15.

6. 2024100224 Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla skólaárið 2024-2025.

Málið rætt.

7. 2024100225 Starfsáætlun Mýrarhúsaskóla skólaárið 2024-2025.

Málið rætt.

8. 2024100226 Skólanámskrá Valhúsaskóla skólaárið 2024-2025.

Málið rætt.

9. 2024100227 Starfsáætlun Valhúsaskóla skólaárið 2024-2025.

Málið rætt.

10. 2024100217 Erindi frá foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla - Skólalóð og umferðaröryggi.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

11. 2024100223 Erindi frá foreldrafélögum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla - Selið.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Kristjana Hrafnsdóttir vék af fundi kl. 10:00.

12. 2024100222 Erindi frá foreldrafélagi Valhúsaskóla - Skólalóð.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

13. 2024100220 Erindi frá foreldrafélagi Valhúsaskóla - Framlag til mótvægisaðgerða vegna

símafrís.

Lagt fram. Skólanefnd tekur undir erindið og vísar því til bæjarráðs til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?