335. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 28. ágúst 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Helga Þórdís Jónsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra. .
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestir: Ágústa Elín Ingþórsdóttir og Ester Þorsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafar sátu fundinn undir 7. dagskrárlið.
1. 2024080186 - Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.
Margrét Gísladóttir gerði grein fyrir skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness, stöðu ráðninga og inntöku barna.
2. 2024080187 - Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness skólárið 2024-2025.
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólárið 2024-2025.
3. 2024080188 - Umsókn um stuðning við börn í Leikskskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025.
Skólanefnd samþykkir óskir Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn í LS fyrir skólaárið 2024 - 2025, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
4. 2024080230 - Spurningar til skólanefndar vegna leikskólamála.
Lagt fram. Svör verða lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Kristjana Hrafnsdóttir, Helga Þórdís Jónsdóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 9:00.
5. 2024080190 - Skólabyrjun í Mýrarhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Kristjana Hrafnsdóttir greindi frá skólabyrjun í Mýrarhúsaskóla.
Skólanefnd hrósar stjórnendum og starfsfólki Mýrarhúsaskóla og sviðsstjóra fjölskylusviðs fyrir framlag þeirra við flóknar aðstæður í aðdraganda skólabyrjunar og í upphafi skólaárs.
6. 2024080191 - Skólabyrjun í Valhúsaskóla skólaárið 2024-2025.
Helga Þórdís Jónsdóttir greindi frá skólabyrjun í Valhúsaskóla.
Skólanefnd hrósar stjórnendum og starfsfólki Valhúsaskóla og sviðsstjóra fjölskylusviðs fyrir framlag þeirra við flóknar aðstæður í aðdraganda skólabyrjunar og í upphafi skólaárs.
Ágústa Elín Ingþórsdóttir og Ester Þorsteinsdóttir komu til fundar kl. 9:25.
7. 2024080196 - Skýrsla námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness 2023-2024.
Skýrslan var lögð fram og námsráðgjafar fylgdu henni eftir með stuttri kynningu og svöruðu spurningum nefndarfulltrúa.
Ágústa Elín Ingþórsdóttir vék af fundi kl. 9:40 og Ester Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 9:45.
8. 2024080194 - Lykiltölur í grunnskólastarfi á Seltjarnarnesi skólaárin 2022-2023 og 2023-2024.
Lagt fram.
9. 2024080231 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Tölulegt yfirlit um fjölda nemenda með lögheimili á Seltjarnarnesi sem stunduðu nám við grunnskóla utan sveitarfélagsins skólaárin 2019-2020 til 2023-2024 lagt fram.
10. 2023080227 - Mótun reglna um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum.
Skólanefnd samþykkir að fela skólaráði Valhúsaskóla að vinna og leggja fram tillögur að reglum um viðeigandi og örugga farsímanotkun við skólann. Skólaráð skal boða formann skólanefndar til funda þegar málið er til vinnslu.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 10:45.