Fara í efni

Skólanefnd

334. fundur 19. júní 2024 kl. 08:15 - 10:25

334. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. júní 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson. 

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Laufey Sigvaldadóttir fulltrúi starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness, Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness og Helga Þórdís Jónsdóttir, verðandi skólastjóri Valhúsaskóla.

Í upphafi fundar var samþykkt að bæta 7. dagskrárlið við áður útsenda dagskrá.

1. 2024040269 - Valhúsaskóli, ráðning skólastjóra.

Helga Þórdís Jónsdóttir, nýráðin skólastjóri Valhúsaskóla, kynnti sig fyrir skólanefnd og fulltrúum Grunnskóla Seltjarnarness á fundinum.

2. 2024060010 - Úthlutun til Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd samþykkir úthlutun til Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Breyting var samþykkt á röð dagskrárliða, þannig að 6. dagskrárliður var tekinn til umfjöllunar að lokinni umfjöllun um 2. dagskrárlið.

Helga Þórdís Jónsdóttir vék af fundi kl. 9:15.

3. 2024060009 - Úthlutun til til Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd samþykkir úthlutun til Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

4. 2024050061 - Tillaga um framlagningu lykiltalna um grunnskólastarf á Seltjarnarnesi.

Skólanefnd samþykkir tillögu um framlagningu lykiltalna um grunnskólastarf á Seltjarnarnesi með viðbótum um upplýsingar um fjölda nemenda með lögheimili á Seltjarnarnesi sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, fjölda með lögheimili í öðum sveitarfélögum sem stunda nám í grunnskólum á Seltjarnarnesi og langtímaleyfi starfsmanna í grunnskólum á Seltjarnarnesi.

5. 2024050146 - Erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness.

Sviðsstjóri svaraði spurningum sem fram koma í erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness.

6. 2023080227 - Mótun reglna um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum.

Skólanefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum foreldra, skóla, skólanefndar og sviðstjóra fölskyldusviðs sem vinna skal reglur um símanotkun í Valhúsaskóla, að höfðu samráði við nemendur. Starfshópurinn skal hefja störf við skólabyrjun og stefnt skal að innleiðingu reglnanna frá nk. áramótum. Skólanefnd felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum í hópinn og leggja fram á næsta fundi.

7. 2023090096 – Úrskurður mennta- og barnamálaráðuneytis.

Lagt fram til upplýsingar. Umræðu um málið er frestað til næsta fundar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?