Fara í efni

Skólanefnd

333. fundur 22. maí 2024

333. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 22. maí 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T Hafstein, Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness og Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Selma Birna Úlfarsdóttir, leikskólastjóri Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Laufey Sigvaldadóttir fulltrúi starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness.

Í upphafi fundar var samþykkt að bæta 7. dagskrárlið við áður útsenda dagskrá.

 1. 2024010332 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2024-2025.

Skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness og sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir stöðu inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi fyrir komandi haust. Öll börn sem fædd eru árið 2022 og fyrr, sem áttu umsókn um leikskólapláss fyrir 1. mars sl., hefur verið boðið pláss við Leikskóla Seltjarnarness frá komandi hausti og börnum sem fædd eru á tímabilinu frá áramótum og fram í maí 2023 hefur verið boðið pláss við Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness.

Selma Birna Úlfarsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 8:35.

2. 2024050151 - Heilsueflandi samfélag.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá því með hvaða hætti Seltjarnarensbær hefur unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Stjórnendur leik- og grunnskóla sögðu frá þáttum í starfsemi skólanna sem falla að verkefninu.

Selma Birna Úlfarsdóttir, Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi kl. 8:50.

3. 2024050061 - Tillaga um framlagningu lykiltalna um grunnskólastarf á Seltjarnarnesi.

Tillaga lögð fram. Skólanefnd óskar eftir árlegri framlagningu lykiltalna og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs eftirfylgni við útfærslu og framkvæmd þess.

4. 2024040269 – Valhúsaskóli, ráðning skólastjóra.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá ferli ráðningar skólastjóra við Valhúsaskóla.

5. 2024050146 - Erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness.

Erindið lagt fram. Skólanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að svara erindinu.

Guðmundur Ari Sigurjónsson vék af fundi kl. 9:45.

6. 2024050150 - Tölvur og tækjakostur í Grunnskóla Seltjarnarness.

Erindið lagt fram. Skólanefnd leggur til að tölvu- og tækjakostur skólans verði uppfærður í samræmi við nemendafjölda í Valhúsaskóla og komið verði til móts við óskir um aukinn búnað í Mýrarhúsaskóla í samræmi við tillögu skólans þar að lútandi, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

7. 2025050167 - Erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Fært í trúnaðamálabók.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?