Fara í efni

Skólanefnd

332. fundur 20. mars 2024

332. fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Dagbjört S. Oddsdóttir (formaður), Grétar Dór Sigurðsson, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Jelena Kuzminova, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness og Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Laufey Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Svala Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness

 1. 2024010325 - Sumarlokun í Leikskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd staðfestir fjögurra vikna sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness frá hádegi föstudaginn 5. júlí til hádegis þriðjudaginn 6. ágúst 2024.

2. 2024010332 - Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 2024-2025.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu inntöku barna í leikskóla á Seltjarnarnesi fyrir komandi haust. Öll börn sem fædd eru árið 2022 og fyrr, sem áttu umsókn um leikskólapláss fyrir 1. mars sl., hefur verið boðið pláss við Leikskóla Seltjarnarness frá komandi hausti. Úthlutun plássa við Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness er nú í vinnslu.

Laufey Kristjánsdóttir, Svala Baldursdóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar og Margrét Gísladóttir, Jelena Kuzminova og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi kl. 8:35.

3. 2024010404 - Skipulag Grunnskóla Seltjarnarness.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs lagði fram samantekt um úr könnun á fýsileika þess að skipta Grunnskóla Seltjarnarness í tvo sjálfstæða skóla.

Bókun: Fulltrúar í skólanefnd taka vel í skipulagsbreytingu í Grunnskóla Seltjarnarness með það að sjónarmiði að skipta skólanum í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Skólanefnd telur rekstrarleg og fagleg rök fyrir skipulagsbreytingu liggja fyrir en leggur áherslu á að taka þurfi tillit til fram kominna skilaboða og ábendinga skólastjórnenda, kennara og foreldra. Af u.þ.b. 180 grunnskólum er Grunnskóli Seltjarnarness meðal þeirra 10 fjölmennustu á landsvísu og er það mat skólanefndar að uppskipting skólans sé til þess fallin að auðvelda skólastjórnendum faglega yfirsýn og skapa um leið markvissari eftirfylgni og fjárhagslega stjórnun á málefnum hvors skóla.

4. 2023060159 - Erindi til skólanefndar vegna ráðninga að Grunnskóla Seltjarnarness.

Samkvæmt úttektarskýrslu sem nefndarmenn hafa kynnt sér er ljóst að meðferð ráðningarmála er að mestu leyti fullnægjandi og í samræmi við lágmarkskröfur sem gerðar eru í viðeigandi lögum og reglum. Í skýrslunni eru tilteknar ábendingar umfram lagaskyldu til að bæta ráðningarferli innan bæjarins. Skólanefnd beinir því til sviðsstjóra mannauðsmála að tryggja vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar t.a.m. með útgáfu ráðningarhandbókar eða uppfærslu á mannauðsstefnu bæjarins. Skólanefnd óskar eftir að fá að fylgjast með hvernig brugðist verður við þeim ábendingum sem fram koma í úttektinni. Að þessu virtu telja nefndarmenn afar ólíklegt að ábendingar í skýrslunni leiði til ógildingar á ráðningum. Nefndarmenn telja því ekki tilefni til að fjalla frekar um ráðningarmál grunnskólans umfram það sem gert hefur verið.

5. 2024030126 - Fundargerð 327. fundar skólanefndar.

Skólanefnd samþykkir að öll málsgögn sem tilheyra 2. og 3. dagskrárlið fundarins skuli trúnaðarmerkja.

6. 2024020048 - Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025.

Skólanefnd samþykkir úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Ef niðurstaða bæjarráðs um skipulag Grunnskóla Seltjarnarness verður sú að skólanum verði skipt í tvo sjálfstæða skóla, gerir skólanefnd ráð fyrir því að gerð verið tillaga að úthlutun til hvors skóla fyrir sig - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?