Fara í efni

Skólanefnd

329. fundur 11. október 2023

329. (152) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 11. október 2023, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Laufey Sigvaldadóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Sonja Jónasdóttir aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Linda Björg Birgisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Selsins og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir.

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson.

Í upphafi fundar var eftirfarandi breyting samþykkt á dagskrá fundarins: 8. dagskrárliður var færður fram fyrir 6. dagskrárlið.

Dagskrá:

1. 2023080219 - Húsnæðismál Grunnskóla Seltjarnarness, Skjóls og Frístundar.

Kristjana Hrafnsdóttir og Baldur Pálsson gerðu grein fyrir aðstæðum skóla- og frístundastarfs, stöðu framkvæmda og framvindu þeirra.

Skólanefnd óskar eftir því við bæjarstjóra að fá verkáætlun, sem nær til umfangs og tíma framkvæmda við Grunnskóla Seltjarnarness.

Bókun fulltrúa Samfylkingar og óháðra:

Samfylkingin og óháðir lögðu fram í upphafi árs tillögu þess efnis að ástandsskoðun yrði framkvæmd, af óháðum aðila, á byggingum sem hýsa leikskólastarf, grunnskólastarf, frístund, félagsmiðstöð og tónlistarskóla. Sérstaklega yrði skoðað hvort rakaskemmdir og/eða mygla sé til staðar í viðkomandi húsnæði og viðeigandi ráðstafanir gerðar sé þess þörf. Öllum til heilla ákvað meirihlutinn að sameinast okkur í aðlagaðri tillögu. Mygla fannst víða í kjölfar úttektar enda hefur eðlilegu viðhaldi á mannvirkjum ekki verið sinnt hér frekar en annarsstaðar á árunum eftir hrun. Viðgerðir eru í gangi.

Eva Rún Guðmundsdóttir og Karen María Jónsdóttir.

Bókun skólanefndar:

Skólanefnd leggur áherslu á að Seltjarnarnesbær innleiði eignaumsjónarkerfi þar sem haldið verður utan um allt viðhald skóla- og frístundamannvirkja og skólalóða bæjarins, hvort sem um er að ræða áætlað, fyrirbyggjandi eða tilfallandi viðhald svo fá megi betri yfirsýn yfir viðhaldsþörf eigna í framtíðinni, viðhaldskostnað sem forgangsraða þarf í fjárhagsáætlunargerðinni, líftíma bygginga eða byggingahluta og gæði þjónustunnar sem veitt er og þar með spara kostnað til langtíma.

2. 2023100052 - Lestrarátak í Grunnskóla Seltjarnarness.

Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri, greindi frá lestrarkennslu og áherslum í lestrarnámi í Grunnskóla Seltjarnarness.

3. 2023100054 - Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2023-2024.

Lagt fram til kynningar.

4. 2023100055 - Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2023-2024.

Lagt fram til kynningar.

5. 2022100047 - Tillaga um regnbogavottun skóla- og frístundastarfs á Seltjarnarnesi.

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

8. 2023060159 - Erindi til skólanefndar vegna ráðninga að Grunnskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd samþykkir að leitað verði til óháðs utanaðkomandi fagaðila um að gera úttekt á ráðningum að Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2023-2024. Nefndin óskar eftir því að mannauðsstjóra Seltjarnarnesbæjar verði falið að fá til þess færann aðila að annast úttektina.

Kristjana Hrafnsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir og Skúli Eiríksson viku af fundi og Sonja Jónasdóttir, Linda Björg Birgisdóttir og Tryggvi Steinn Helgason komu til fundar kl. 9:45.

6. 2023100056 - Inntaka í leikskóla á vegum Seltjarnarnesbæjar.

Skólanefnd vísar málinu til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Sonja Jónasdóttir, Linda Björg Birgisdóttir og Tryggvi Steinn Helgason viku af fundi og Jóna Rán Pétursdóttir og Skúli Eiríksson komu til fundar kl. 10:00.

7. 2023100053 - Félagsmiðstöðvarstarf fyrir nemendur á miðstigi.

Skólanefnd felur sviðsstjóra eftirfylgni við málið.

Jóna Rán Pétursdóttir og Skúli Eiríksson viku af fundi kl. 10:25.

9. 2023100057 - Vettvangsheimsókn í Stjörnubrekku.

Skólanefnd heimsótti Leikskóla Seltjarnarness – Stjörnubrekku.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 10:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?