Fara í efni

Skólanefnd

328. fundur 30. ágúst 2023

328. (151) fundur Skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2023, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness. 

Mættir: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eva Rún Guðmundsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Laufey Sigvaldadóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Skúli Eiríksson, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Ester Þorsteinsdóttir, námsráðgjafi við Grunnskóla Seltjarnarness, Hólmfríður Petersen, forstöðumaður Skjóls og Frístundar, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Tryggvi Steinn Helgason, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

 Dagskrá:

 1. 2023080219 - Húsnæðismál Grunnskóla Seltjarnarness, Skjóls og Frístundar

Kristjana Hrafnsdóttir og Hólmfríður Petersen gerðu grein fyrir skóla- og frístundastarfi við upphaf skólaárs og þeim áskorunum sem staða húsnæðismála býður starfseminni.

Skólanefnd óskar eftir skoðun heilbrigðiseftirlitsins á húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness og frístundastarfs og áliti þess á starfsemi þar í ljósi aðstæðna. Sviðsstjóra er falin eftirfylgni við málið.

Hólmfríður Petersen vék af fundi kl. 9:00.

2. 2023060159 - Erindi til skólanefndar vegna ráðninga að Grunnskóla Seltjarnarness

Kristjana Hrafnsdóttir svaraði spurningum skólanefndar frá fundi hennar 28.06.2023 auk þess sem skrifleg svör voru lögð fram.

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

3. 2023060154 - Sérkennsla í Grunnskóla Seltjarnarness

Engin viðbrögð hafa borist vegna málsins frá MRN. Skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness óskar eftir úttekt utanaðkomandi fagaðila á sérkennslu við skólann. Skólanefnd samþykkir að slík úttekt verði gerð og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að finna þar til bæran aðila til verksins og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.

Ester Þorsteinsdóttir kom til fundar kl. 9:25

4. 2023030064 - Skýrsla námsráðgjafa GS fyrir skólaárið 2022-2023

Skýrslan var lögð fram og námsráðgjafi fylgdi henni eftir með stuttri kynningu og svaraði spurningum nefndarfulltrúa.

Ester Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 9:45.

5. 2023080227 - Mótun reglna um viðeigandi og örugga farsímanotkun nemenda í grunnskólum

Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneyti var lögð fram.

Einnig var minnt á og hvatt til þess að símafríar stundir verði í skólanum.

Kristjana Hrafnsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir og Skúli Eiríksson viku af fundi og Margrét Gísladóttir og Tryggvi Steinn Helgason komu til fundar kl. 9:55.

6. 2023080221 - Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2023-2024

Margrét Gísladóttir gerði grein fyrir skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness, stöðu ráðninga og inntöku barna.

Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:00.

7. 2023080222 - Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness

Skólanefnd samþykkir óskir Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn í LS, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?