Fara í efni

Skólanefnd

12. október 2022

322. (145) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 12. október 2022, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.


Mættir voru: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elfa Antonsdóttir, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, ráðgjafi á fjölskyldusviði, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Selsins, Hólmfríður Petersen, forstöðukona Skjóls og Frístundar og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson


1. 2022090023 - Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2022-2023

Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.


2. 2022090024 - Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2022-2023

Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2022-2023.


3. 2022090020 - Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Skólastjóri GS svaraði fyrirspurnum sem lagðar voru fram og færðar í fundargerð á 321. fundi skólanefndar.


4. 2022100021 - Tilhögun á kynningu barna- og unglingastarfs Seltjarnarneskirkju

Skólanefnd leggur til að settar verði reglur um samstarf skóla og trúfélaga og að þær verði lagðar fram á næsta fundi nefndarinnar.


Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir kom til fundar kl. 9:55.


5. 2020020175 - Barnvæn sveitarfélög -innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir gerði grein fyrir verkefninu Barnvæn sveitarfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Seltjarnarnesi og stöðu þess.

Skólanefnd felur sviðsstjóra fjöskyldudviðs að fylgja eftir stofnun ungmennaráðs , m.a. svo tryggja megi framgang innleiðingar Barnasáttmálans á Seltjarnarnesi.


Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir vék af fundi kl. 09:10.


6. 2022100047 - Tillaga um regnbogavottun skóla- og frístundastarfs á Seltjarnarnesi

Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bókun skólanefndar: Sviðsstjóra er falið að leita leiða til vottunar í samræmi við hugmyndafræði Regnbogavottunar.


Harpa Frímannsdóttir vék af fundi kl. 9:30.

Kristjana Hrafnsdóttir og Elfa Antonsdóttir viku af fundi og Jóna Rán Pétursdóttir kom til fundar kl. 09:40.


7. 2022100045 - Félagsmiðstöðin Selið, starfsemi í byrjun skólaárs 2022

Jóna Rán Pétursdóttir greindi frá starfsemi Selsins í byrjun skólaárs og skipulagi hennar fyrir skólaárið 2022-2023.


Jóna Rán Pétursdóttir vék af fundi og Hólmfríður Petersen kom til fundar kl. 10:05.


8. 2022100046 - Skjól og Frístund, starfsemi í byrjun skólaárs 2022

Hólmfríður Petersen greindi frá starfsemi Skjóls og Frístundar í byrjun skólaárs og skipulagi hennar fyrir skólaárið 2022-2023.


Hólmfríður Petersen vék af fundi kl. 10:20.


9. 2022100049 - Tillaga um úttekt á ástandi skóla- og frístundamannvirkja í eigu Seltjarnarnesbæjar

Skólanefnd leggur til að vöktunar- og viðhaldsáætlanir verði gerðar fyrir allar byggingar sem hýsa skóla og frístundastarf og vísar eftirfylgni við það til sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.


Fundi slitið kl. 10:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?