315. (138) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2021, kl. 08:00 sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Karl Pétur Jónsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórhildur Ólafsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Dröfn Másdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafar í Grunnskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónslistarskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, leikskólastjóri Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2021080198.
Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, gerði grein fyrir skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
- Dvalartími barna yngri en tveggja ára í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2021080200.
Skólanefnd staðfestir fyrri ákvörðun um að daglegur dvalartími tveggja ára barna verði ekki umfram 8 klukkustundir.
Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir viku af fundi kl. 8:55 og Ólína Thoroddsen, Dröfn Másdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir komu til fundar.
- Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2021080201.
Ólína Thoroddsen, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
- Ársskýrsla náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2021080234.
Lagt fram til kynningar. Dröfn Másdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir námsráðgjafar, svöruðu fyrirspurnum. Skólanefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Dröfn Másdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir viku af fundi kl. 09:10.
- Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021080237.
Lagt fram til kynningar.
- Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021080238.
Lagt fram til kynningar.
- Göngum í skólann 2021-2022 -2021080109.
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd hvetur Grunnskóla Seltjarnarness til áframhaldandi þátttöku í verkefninu.
- Vænlegar gönguleiðir til og frá skóla -málsnr. 2021080236.
Nýtt göngukort lagt fram til kynningar.
Ólína Thoroddsen vék af fundi kl. 09:40 og Kári H. Einarsson kom til fundar.
- Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2021080239.
Kári H. Einarsson, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Kári H. Einarsson vék af fundi kl. 09:55 og Harpa Fímannsdóttir kom til fundar.
- Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness -málsnr. 2021080240.
Baldur Pálsson og Harpa Frímannsdóttir gerðu grein fyrir undirbúningi opnunar ungbarnaleikskólans.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 10:15.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Karl Pétur Jónsson (sign.)
Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)