313. (136) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021, kl. 08:00 sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Björn Gunnlaugsson, Hildur Ólafsdóttir, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Jakobína Rut Hendriksdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seljtarnarnss og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Bréf frá leikskólastjóra Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2021030172.
Leikskólastjóri fylgdi eftir bréfi sínu til skólanefndar dags. 19.03.2021. Rætt var um starfsaðstæður í Leikskóla Seltjarnarness. Hópur starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness óskaði eftir því að fá að sitja fundinn til að leggja áherslu á sín sjónarmið.
- Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2021 -málsnr. 2021030142.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir inntöku barna í LS nk. haust.
- Erindi vegna inntöku barna í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr.2021050042.
Lagt fram.
Bókun skólanefndar:
Skýrt kom fram í málflutningi fulltrúa leikskóla á skólanefndarfundi að starfsfólk Leikskóla Seltjarnarness er ekki reiðubúið í stækkun á núverandi bráðabirgðahúsnæði Leikskóla Seltjarnarness eins og rætt hefur verið til að mæta þeirri þörf sem liggur fyrir nú til að geta tekið inn börn að 14 mánaða aldri. Aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans sé nú þegar mjög af skornum skammti og þoli ekki frekari fjölgun.
Við bendum á að tillit sé tekið til þessara ábendinga þegar horft er til þess að leysa þörf á plássi. Bent er á að fyrirhuguð frekari stækkun er bráðabirgðalausn og útlit fyrir að sama staða verði uppi á næsta ári við þörf á viðbótarplássi.
Skólanefnd ítrekar þörfina á að hafist verði handa við byggingu nýs leikskóla sem fyrst svo við getum horft til lands í því að leysa þörf á húsnæði leikskólans til langs tíma.
Bókun fulltrúa Neslista/Viðreisnar og Samfylkingar á fundi skólanefndar Seltjarnarness 12.05. 2021.
Fulltrúar Neslista/Viðreisnar og Samfylkingar í skólanefnd harma þá stöðu sem upp er komin í inntöku barna á Leikskóla Seltjarnarness. Húsnæði skólans er löngu komið að þolmörkum og það sama á við um langlundargeð starfsfólks. Fulltrúarnir skora á bæjarráð að virða óskir stjórnenda og starfsfólks leikskólans að ekki verði enn og aftur byggt við leikskólann. Hagsmunir barna leikskólans verða ekki tryggðir með því að þrengja enn frekar að vinnuaðstöðu og leikrými þeirra. Í staðinn óskum við eftir því að allur kraftur verði lagður í að flýta byggingu nýs leikskóla.
Björn Gunnlaugsson, fulltrúi Neslista/Viðreisnar
Hildur Ólafsdóttir, fulltrúi Samfylkingar
Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Jakobína Rut Hendriksdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen og Harpa Frímannsdóttir komu til fundar kl. 09:05.
- Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2021020043.
Skólanefnd samþykkti tillögu að úthlutun með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
- Umbótaáætlun vegna ytra mats á Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020050251.
Umbótaáætlun var lögð fram til kynningar. Skólanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við áætlunina og lýsir yfir ánægju með hana.
Ólína Thoroddsen og Harpa Frímannsdóttir viku af fundi og Kári Einarsson kom til fundar kl. 09:30.
- Tónlistarnám -2021030175.
Rætt var um reglur um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Skólanefnd leggur til að gerðar verði reglur um sérhæft tónlistarnám og vísar því verkefni til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Fundi var slitið kl. 10:35.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Hildur Ólafsdóttir (sign.)
Björn Gunnlaugsson (sign.)