Fara í efni

Skólanefnd

24. mars 2021

312. (135) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. mars 2021, kl. 08:00 sal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur í Microsoft TEAMS.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Anna Mjöll Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kári H. Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seljtarnarnss og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Gestir fundarins: Gunnhildur Harðardóttir og Svanhildur María Ólafsdóttir

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Ytra mat á Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020050251.
    Gunnhildur Harðardóttir og Svanhildur María Ólafsdóttir gerðu grein fyrir niðurstöðum ytra mats á Grunnskóla Seltjarnarness og svöruðu spurningum skólanefndar. Skólanefnd fagnar að ytra mat á skólanum sé framkvæmt og hvetur til þess að brugðist verði við ábendingum sem þar koma fram.

  2. Úhlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2021020043.
    Skólanefnd frestaði umfjöllun um úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness til næsta fundar.


    Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, Harpa Frímannsdóttir og Sveinn Guðmarsson viku af fundi og Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannnsdóttir og Anna Mjöll Guðmundsdóttir komu til fundar kl. 09:00.


  3. Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021030140.
    Skólanefnd staðfesti skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

  4. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2021 -málsnr. 2021030142.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir inntöku barna í Leikskóla Seltjarnarness haustið 2021.

  5. Bréf frá leikskólastjóra Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2021030172.
    Lagt fram til umræðu. Skólanefnd ákvað að taka málið á dagskrá á ný á næsta fundi nefndarinnar.

    Fulltrúi Samfylkingar í skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég vil þakka leikskólastjóra kærlega fyrir þessa brýningu þar sem að saga Leikskóla Seltjarnarness er rakin frá stofnun árið 2010. Því miður er þessi saga af allt of miklu leiti lituð af háleitum hugmyndum um nýtt húsnæði, brú á milli fæðingarorlofs og leikskóla, starfshópum stjórnmálamanna en skorts á aðgerðum.
    Við þetta má bæta að sagan nær enn lengra aftur þar sem á bæjarstjórnarfundi frá árinu 2002 er bókað: „Nú starfar á vegum skólanefndar starfshópur sem á að gera tillögu til skólanefndar og bæjarstjórnar um byggingu nýs leikskóla á Seltjarnarnesi. Starfshópurinn á að skila tillögum til skólanefndar 1. október 2002.“
    Árið 2018 gaf meirihluti bæjarstjórnar út að byggja ætti nýjan leikskóla sem rúma átti alla starfsemi leikskólans og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla áður en að núverandi kjörtímabili lýkur vorið 2022. Nú er ljóst að þau loforð eru brostin, málið hefur setið fast á skipulagsstigi án nokkurar mótstöðu í nefndinni, frá íbúum eða frá öðrum stofnunum sem hafa með skipulagsmál að gera.
    Það rýrir traust á stjórn sveitarfélagsins að standa ekki við loforð við starfsfólk og íbúa og það hefur afleiðingar á starfsánægju og viðhorfsmælingar eins og sést í nýrri þjónustukönnun Gallup á starfsemi Seltjarnarnesbæjar.
    Að lokum vil ég taka undir orð leikskólastjóra að nú er kominn tími til að bretta upp ermar og láta verkin tala. Bæjarstjórn þarf að leggja fram raunhæfa viðhalds- og framkvæmdaráætlun fyrir leikskólann og standa við framkvæmd hennar.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson
    Fulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég undirritaður tel að bókun Guðmundar Ara gefi ekki raunsanna mynd af stöðu mála skóla og stofnana hér á Seltjarnarnesi og litist af pólitískum viðhorfum og ég hafna henni.

    Guðmundur Helgi Þorsteinsson
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins



    Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannnsdóttir og Anna Mjöll Guðmundsdóttir viku af fundi og Kári H. Einarsson kom til fundar kl. 09:45.


  6. Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness 2021-2022 -málsnr. 2021030143.
    Skólanefnd staðfesti skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

  7. Endurskoðun Skólastefnu Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2019010209.
    Skólanefnd mælist til þess að samráðshópur um endurskoðun skólastefnu verði kallaður saman á ný til að koma með tillögur að framkvæmd endurskoðunarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 10:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?