Fara í efni

Skólanefnd

155. fundur 10. janúar 2005

155 (50). fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 10. janúar 2005, kl. 17:00-18:25 að Austurströnd 2.

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Birna Jóhannesdóttir og Olga Bergljót Þorleifsdóttir fulltrúar grunnskóla, Rögnvaldur Sæmundsson og Guðrún Þórsdóttir fulltrúar foreldra.

Grunnskóli:

Dagskrá:

 

1.            Lagt var fram minnisblað dags. 5. janúar sl. vegna viðbótarkennslumagns í kjölfar verkfalls kennara.

         Samþykkt var tillaga skólastjóra grunnskóla og grunnskólafulltrúa um að bæta við allt að 160 viðbótarkennslustundum á vorönn 2005 og/eða hluta þeirra á næsta skólaári fyrir 9. bekk. Kostnaður er áætlaður 616.000 kr. 

         Vísað til afgreiðslu fjárhags- og launanefndar (Fskj. 155-1).

 

         Lárus B. Lárusson mætti á fundinn.

 

2.      Lagt var fram minnisblað frá fundi 8. desember 2004 vegna Vegvísis Grunnskóla Seltjarnarness.

         Samþykkt að skipa fjögurra manna starfshóp til að móta stefnu varðandi boðskipti, almannatengsl og upplýsingagjöf (Fskj. 155-2).

 

3.      Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa dags. 5. janúar 2005 varðandi breytta námsskipan til stúdentsprófs.

         Grunnskólafulltrúa falið að senda minnisblaðið til Sambands. ísl. Sveitarfélaga (Fskj. 155-3).

 

4.      Lagt fram minnisblað dags. 4. janúar með tillögu leik- og grunnskólafulltrúa um rannsókn á fylgni þroskaprófa.

         Leik- og grunnskólafulltrúa falið að vinna áfram að málinu (Fskj. 155-4).

 

5.      Lagðar voru fram fundargerðir 4., 5., og 6. fundar bygginganefndar Mýrarhúsaskóla (Fskj. 155-5).

 

6.            Lagt var fram bréf menntamálaráðuneytis dags., 9. desember 2004, þar sem óskað er eftir upplýsingum um starfsemi foreldraráða í grunnskólum.

         Grunnskólafulltrúa falið að svara erindinu (Fskj. 155-6).

 

7.            Lagt fram erindi Lýðheilsustöðvar, dags. 6. desember 2004 (Fskj. 155-7).

 

8.            Lagt var fram bréf, dags. 10. desember 2004, frá menntamálaráðuneyti varðandi dagsetningar á samræmdum prófum vorið 2006 (Fskj. 155-8).

 

9.            Lögð var fram drög að nýju erindisbréfi skólanefndar (Fskj. 155-9).

Fulltrúar meirihlutans í skólanefnd leggja fram svofellda bókun:

“Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju erindisbréfi fyrir nefndina. Erindisbréfið undirstrikar faglegt verksvið nefndarinnar, sem einkum felst í stefnumótun, eftirliti og framþróun skólastarfs á Seltjarnarnesi.”

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lúðvíksson (sign.)

 

Fulltrúar Neslista í skólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun:

         “Fulltrúar Neslista í skólanefnd samþykkja ekki erindisbréfið sem lagt er nú fram. Erindi kom frá bæjarstjórn um að samræma erindisbréf nefnda. Ekki voru fyrirmæli eða óskir um það frá bæjarstjórn að breyta innihaldi erindisbréfi skólanefndar eins og nú er gert. Við getum ekki sætt okkur við nokkur atriði í erindisbréfinu og munum leggja fram breytingartillögur í bæjarstjórn þegar erindisbréfið verður tekið þar fyrir.”

         Árni Einarsson (sign.)

         Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

 

Fundargerð ritaði Lúðvík Hjalti Jónsson

 

Bjarni Torfi Álfþórsson(sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B Lárusson (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?