Fara í efni

Skólanefnd

21. október 2020

309. (132) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 21. október 2020, kl. 08:00 sem fjarfundur í Microsoft TEAMS. 

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Jóna Rán Pétursdóttir, forstöðumaður eldri barna starfs Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness, Hólmfríður Petersen, forstöðumaður yngri barna starfs Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson 

  1. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2020-2021 -málsnr. 2020080142.
    Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021. 

  2. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2020-2021 -málsnr. 2020080143.
    Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021. 

  3. Gönguleiðir að Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020100136.
    Rætt var um öryggi á gönguleiðum barna til og frá skóla og úrbætur sem nú standa yfir og gerðar hafa verið á undanförnum árum.

    Jóna Rán Pétursdóttir kom til fundar kl. 8:20. 

  4. Sumarnámskeið 2020 og byrjun skólaársins í Selinu -málsnr. 2020100134.
    Jóna Rán Pétursdóttir greindi frá sumarnámskeiðum frístundamiðstöðvarinnar í samstarfi við Íþróttafélagið Gróttu og sagði frá upphafi skólaársins í félagsmiðstöðinni Selinu.

    Jóna Rán Pétursdóttir vék af fundi og Hólmfríður Petersen kom til fundar kl. 9:00. 

  5. Skólabyrjun í Skjóli og Frístund -málsnr. 2020100137.
    Hólmfríður Petersen greindi frá starfsemi í Skjóli og Frístund við skólabyrjun.

    Hólmfríður Petersen vék af fundi kl. 9:15. 

  6. Umsókn um styrk vegna skólaþróunarverkefnis -málsnr. 2020090256.
    Skólanefnd samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð kr. 200.000,- 

  7. Skóla- og frístundastarf á neyðarstigi -málsnr. 2020100138.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu og gangi skólastarfs á neyðarstigi. 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. 
Fundi var slitið kl. 9:20.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.) 
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.) 
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.) 
Björn Gunnlaugsson (sign.) 
Hildur Ólafsdóttir (sign.)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?