Fara í efni

Skólanefnd

27. maí 2020
306. (129) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Jakobína Rut Hendriksdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness 2020-2021 -málsnr. 2020050276.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021.
  2. Skipulagsdagur í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020050277.
    Skólanefnd samþykkir beiðni um breytta dagsetningu skipulagsdags sem frestað var í mars sl., fyrir
    Leikskóla Seltjarnarness. Skipulagsdagur verður haldinn 15. júní 2020.
  3. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2020 -málsnr. 2020010040.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir inntöku barna í Leikskóla Seltjarnarness 2020.
    Soffía Guðmundsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Jakobína Rut Hendriksdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir, Harpa Frímannsdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir komu til fundar kl. 8:30.
  4. Boð um ytra mat á Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2020050251.
    Lagt fram til kynningar.
  5. Niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk GS 2020 -málsnr. 2020050279.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk Grunnskóla Seltjarnarness 2020. Skólanefnd óskar stjórnendum skólans, kennurum og nemendum til hamingju með góðan árangur.
  6. Umbótaáætlun fyrir námsmat í Grunnskóla Seltjarnarnes -málsnr. 2019070076.
    Skólastjóri gerði grein fyrir vinnu og eftirfylgni við umbótaáætlun fyrir námsmat við GS.

    Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir, Harpa Frímannsdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir viku af fundi og Kári Einarsson kom til fundar kl. 9:15.
  7. Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness 2020-2021 -málsnr. 2020050278.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021.
  8. Inntaka nemenda í TS skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2020050280.
    Skólastjóri gerði grein fyrir inntöku nemenda við Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021.

    Bókun frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista: Því ber að fagna að í ár er metfjöldi umsækjenda í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Það er þó ekki jafn gleðilegt að á sama tíma hefur Seltjarnarnesbær sett niðurskurðarkröfu á skólann upp á 7 milljónir sem nemur um einu stöðugildi næsta haust. Skólinn mun því taka við færri nemendum en síðastliðin ár. Nemendur sem lenda á biðlista hafa síðastliðin tvö ár verið í forskóla tónlistarskólans og ætluðu að halda áfram námi í skólanum. Tónlistarskólinn sér ekki fram á að geta með óbreyttu sniði tekið inn nemendur biðlistans á næsta skólaári.
    Undirritaðir fulltrúar skólanefndar skorar á bæjarstjórn að bæta við einu stöðugildi næsta haust til að geta komið til móts við þessa nemendur.
    Björn Gunnlaugsson, fulltrúi Neslista/Viðreisnar
    Guðmundur Ari Sigurjónsson, fulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun frá fulltrúum meirihlutar skólanefnar: Í ljósi samþykktrar fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn fyrir árið 2020 þar sem gerðar voru ákveðnar hagræðingarkröfur á allar skólastofnanir bæjarins getum við ekki tekið undir bókunina sem lögð er fram. Skólastjóri gerði grein fyrir hvernig starfsfólk hefur á besta máta reynt að bregðast við þannig að sem flestir komist að við skólann í haust og skólanefnd mun taka stöðu á inntöku aftur á fundi sínum í júní þegar liggur fyrir nákvæmari fjöldi umsókna.
    Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Ragnhildur Jónsdóttir.
  9. Tónlistarnám v. Allegro Suzukitónlistarskóla -málsnr. 2020050171.
    Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum um reglur og tilhögun annarra sveitarfélaga um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
  10. Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins -málsnr. 2020050281.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs upplýsti um fjölda umsókna um starf forstöðumanns eldribarnastarfs Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness. Frekari umræðu um málið er frestað til næsta fundar.

    Bókun skólanefndar: Skólanefnd þakkar öllu starfsfólki Leikskóla Seltjarnarness, Grunnskóla Seltjarnarness, Tónlistarskóla Seltjarnarness og Frístundamiðstöðvar Seltjarnarness fyrir frábært starf á fordæmalausum tímum. Allir eiga hrós skilið fyrir sitt framlag og lausnamiðað viðhorf við þær flóknu og erfiðu aðstæður sem við höfum þuft að takast á við á undanförnum vikum.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 10:50.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Björn Gunnlaugsson (sign.)
Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?