Fara í efni

Skólanefnd

19. júní 2019

299. (122) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. júní 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnanress, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness 2020 –málsnr. 2019050415
    Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra um sumarlokun 2020.

    Helga Kristín Gunnarsdóttir og Kristjana Hrafnsdóttir komu til fundar kl. 8:10.
  2. Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum, útfærsla starfsnámsárs og námsstyrkir -málsnr. 2019050277.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum um styrki Seltjarnarnesbæjar til náms í leikskólakennarafræðum, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. 
  3. 5 ára deild í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2019050281.
    Umsögn skólastjóra Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness um málið var lögð fram. Skólanefnd samþykkir að erindinu verði svarað með hliðsjón af umsögn skólastjóra.

    Soffía Guðmundsdóttir og Áslaug Jóhannsdóttir viku af fundi kl. 8:30.

  4. Námsmat og útskrift 10. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2019060215.
    Skólanefnd felur stjórnendum Grunnskóla Seltjarnarness að svara erindinu.
  5. Endurskoðun Skólastefnu Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2019010209.
    Tillögur starfshóps um verklag við endurskoðun skólastefnu voru lagðar fram. Skólanefnd samþykkir tillögur starfshópsins.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:15.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?