Fara í efni

Skólanefnd

22. maí 2019

298. (121) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 22. maí 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus Gunnarsson, Guðmundur H. Þorsteinsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Guðrún Björg Karlsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnanress, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Gestur Ólafsson, formaður dómnefndar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk Grunnskóla Seltjarnarness 2019 -málsnr. 2019050280.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk Grunnskóla Seltjarnarness 2019. Skólanefnd óskar stjórnendum skólans, kennurum og nemendum til hamingju með góðan árangur.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir vék af fundi og Soffía Guðmundsdóttir, Margrét Gísladóttir og Áslaug Jóhannsdóttir komu til fundar kl. 8:15.
  2. Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum, útfærsla starfsnámsárs og námsstyrkir -málsnr. 2019050277.
    Lagt fram til kynningar. Skólanefnd leggur til að reglur Seltjarnarnesbæjar um nám með starfi verði endurskoðaðar m.t.t. aðgerða stjórnvalda. Formanni skólanefndar og fræðslustjóra var falin eftirfylgni við málið.
  3. 5 ára deild í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2019050281.
    Erindi frá íbúa lagt fram til kynningar. Skólanefnd biður skólastjórnendur Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness um umsögn um málið.

    Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Guðrún Björg Karlsdóttir viku af fundi og Gestur Ólafsson kom til fundar kl. 8:30.
  4. Hönnunarsamkeppni v. nýs leikskóla á Seltjarnarnesi -málsnr. 2018050359.
    Gestur Ólafsson, formaður dómnefndar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi gerði grein fyrir niðurstöðum dómnefndarinnar.
  5. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness 2019 -málsnr. 2019010208. Fræðslustjóri gerði grein fyrir inntöku barna í Leikskóla Seltjarnarness 2019.
  6. Þing um málefni barna 2019 -málsnr. 2019010318.
    Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 9:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Lárus Gunnarsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?