Fara í efni

Skólanefnd

05. desember 2018

295. (118) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 5. desember 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórey Einarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Jóhann Þór Gunnarsson, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness fyrir 4., 7. og 9. bekk 2018.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa 2018. Skólanefnd óskar stjórnendum skólans, kennurum og nemendum til hamingju með góðan árangur.

    Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórey Einarsdóttir komu til fundar kl. 8:20.
  2. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020 -málsnr. 2018110208.
    Ólína Thoroddsen kynnti fyrstu tillögu að skóladagatali Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2019-2020.

    Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir viku af fundi kl. 8:40.
  3. Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019 -málsnr. 2018110197.
    Margrét Gísladóttir kynnti starfsáætlun LS fyrir yfirstandandi skólaár. Skólanefnd staðfesti áætlunina.
  4. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness 2019 -málsnr. 2018110196.
    Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra um sumarlokun 2019.
  5. Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla – Keppnislýsing -málsnr. 2018050359.
    Fræðslustjóri kynnti og svaraði fyrirspurnum um keppnislýsingu fyrir hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.

    Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórey Einarsdóttir viku af fundi kl. 9:15.
  6. Fundartími skólanefndar árið 2019.
    Skólanefnd samþykkti eftirfarandi fundardaga fyrir árið 2019:
    23. janúar, 20. mars, 8. maí, 19. júní, 28. ágúst, 9. október og 20. nóvember.
    Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:25.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Þórdís Sigurðardóttir (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?