Fara í efni

Skólanefnd

24. janúar 2018

288. (111) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórey Einarsdóttir, fulltrúi Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Rakel Viðarsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Stefanía Jónsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Fundartími skólanefndar 2018.
    Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2018:
    24. janúar, 7. mars, 18. apríl, 23. maí, 20. júní, 5. september, 17. október og 21. nóvember.
  2. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2018010211.
    Skólanefnd samþykkir sumarlokun 2. - 27. júlí skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um
    hálfan skipulagsdag f.h. mánudaginn 30. júlí. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar.
  3. Umsókn um styrk til skólaþróunarverkefnis -málsnr. 2018010212.
    Skólanefnd samþykkir umsókn um styrk, kr. 450.000,- til skólaþróunarverkefnis í Leikskóla Seltjarnarness.

    Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Þórey Einarsdóttir viku af fundi og Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar kl. 8:20.
  4. Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019 -málsnr. 2018010210.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2018-2019.
  5. Hljóðfærakaup í Tónlistarskóla Seltjarnarness -málsnr. 2018010218.
    Skólanefnd samþykkir að málið verði sett í ferli og vísar því jafnframt til bæjarráðs.
    Nefndin leggur jafnframt til að stofnaður verði flygilsjóður málinu til stuðnings.

    Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi og Ólína Thoroddsen, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Rakel Viðarsdóttir komu til fundar kl. 8:40.
  6.  Innleiðing nýrra persónuverndarlaga í grunnskóla -málsnr. 2018010209.
    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu grunnskóla á nýjum persónuverndarlögum, dags. 16.01.2018, var lagt fram til kynningar.
  7. Bréf til skólanefnda, Stefnumótun í skólastarfi innflytjenda -málsnr. 2018010208.
    Bréf frá Samstarfshópi um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15.01.2018, var lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?