Fara í efni

Skólanefnd

15. nóvember 2017

287. (110) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2017, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Rakel Viðarsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Thelma Karen Halldórsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Staða aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness.
    Skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness upplýsti um að Þorgerður Anna Arnardóttir muni láta af störfum sem aðstoðarskólastjóri skólans í janúarmánuði nk. og hvernig staðið verður að auglýsingu starfsins. Skólanefnd þakkar Þorgerði Önnu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
  2. Heimsóknir trúfélaga í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2017110072.
    Skólanefnd vísar í fundargerð sína frá 256. fundi nefndarinnar 12.06.2013 og ítrekar að farið verði eftir útgefnum meginviðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 2013 um samskipti skóla og trúfélaga. Skólanefnd mælist til þess að reglurnar verði gerðar sýnilegar á heimasíðu skólans. Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Sveinn Guðmarsson komu til fundar kl. 8:30.
  3. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2019 -málsnr. 2017100039.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2018-2019.

    Ólína Thoroddsen, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Rakel Viðarsdóttir viku af fundi kl. 8:35.
  4. Staða og framtíð leikskólamála á Seltjarnarnesi -tölulegar upplýsingar.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir fjölda leikskólaplássa í dag og þörf fyrir leikskólapláss í sveitarfélaginu á næstu árum og til lengri tíma litið. Skólanefnd vísar til bæjarráðs að taka framtíðarfyrirkomulag leikskólamála til umfjöllunar.

    Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
    Fundi slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign)

Karl Pétur Jónsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?