Fara í efni

Skólanefnd

25. janúar 2017

280. (103) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2017, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Ragnhildur Jónsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Jóhann Þór Gunnarsson fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson


  1. Fundartími skólanefndar 2017.
    Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2017: 25. janúar, 15. mars, 19. apríl, 24. maí, 21. júní, 6. september, 11. október og 15. nóvember.
  2. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2017010121.
    Skólanefnd samþykkir sumarlokun skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um hálfan skipulagsdag f.h. mánudaginn 31. júlí. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar.
  3. Umsókn um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2017010137.
    Skólanefnd samþykkti umsóknina með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Ragnhildur Jónsdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir, Svana Margrét Davíðsdóttir og Karl Pétur Jónsson
    komu til fundar kl.8:15.
  4. Bókun 1 í kjarasamningi SNS og FG frá 29.11.2016. -málsnr. 2017010095.
    Vegvísir samstarfsnefndar SNS og FG var lagður fram til kynningar. Fræðslustjóri greindi frá framkvæmd verkefnisins í Grunnskóla Seltjarnarness.
  5. PISA 2015, kynning á niðurstöðum fyrir Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2017010109.
    Fræðslustjóri kynnti niðurstöður fyrir Grunnskóla Seltjarnarness úr PISA-rannsókninni 2015. Skólanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöðurnar og hrósar starfsfólki skólans fyrir gott skólastarf.
  6. Notkun nemenda á eigin snjalltækjum í grunn- og framhaldsskólum -málsnr. 2016120071.
    Lagt fram til kynningar. Skólanefnd beinir því til stjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness að skoða reglur skólans m.t.t. erindisins.

    Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar kl. 9:10.
  7. Heimild til að sækja tónlistarkennslu á kennslutíma grunnskóla -málsnr. 2016110055.
    Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

    Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir, Svana Margrét Davíðsdóttir
    og Kári Húnfjörð Einarsson viku af fundi kl. 9:25.
  8. Erindisbréf fyrir skólanefnd Seltjarnarness -málsnr. 2016050162.
    Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:35.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?