Fara í efni

Skólanefnd

30. nóvember 2016

279. (102) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 30. nóvember 2016, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Ragnhildur Jónsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Forgangur að leikskólaplássi -málsnr. 2016110052.
    Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra um forgang að leikskólaplássi.

    Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir
    komu til fundar kl.8:15.
  2. Lýðheilsustefna í skólastarfi -málsnr. 2016110053.
    Skólanefnd felur fræðslustjóra og stjórnendum leik- og grunnskóla að gera samantekt á heilsueflandi þátttum í Leikskóla Seltjarnarness og Grunnskóla Seltjarnarness, til að hafa sem forsendur fyrir frekari umræður um málið.
  3. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018 -málsnr. 2016110002.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2017-2018.
  4. Skýrsla nefndar um stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi -málsnr. 201510090.
    Lagt fram til kynningar. Athugasemdir skólanefndar og þeirra sem sæti eiga á fundum nefndarinnar skulu berast fræðslustjóra fyrir 31. desember.

    Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Reykdal Tryggvadóttir og Ragnhildur Jónsdóttir viku af fundi kl. 8:45.
  5. Spjaldtölvuvæðing og tölvukostur í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016050235.
    Skólanefnd samþykkir tillögur um næstu skref innleiðingar spjaldtölva og tölvunotkunar í Grunnskóla Seltjarnarness.

    Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi kl. 9:00.
    Karl Pétur Jónsson vék af fundi kl. 9:10.
  6. Viðbrögð foreldrafélags GS v. erindis frá Velferðarvaktinni -málsnr. 2016090060.
    Lagt fram til kynningar.

    Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar kl. 9:15.
  7. Heimild til að sækja tónlistarkennslu á kennslutíma grunnskóla -málsnr. 2016110055.
    Skólanefnd setur sig ekki gegn tillögunni, en beinir því til Foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness og stjórnenda Grunnskólia Seltjarnarness að ræða tillöguna áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?