47. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 20. september, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Stefán Bergmann, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2016080483
Heiti máls: Kirkjubraut 2 Lóð Seltjarnarneskirkju
Málsaðili: Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju
Lýsing: Tillaga um að lagfæra lóðarmörk skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Afgreiðsla: .Vísað til deiliskipulagsvinnu.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
- Mál.nr. 2016040138
Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28
Málsaðili: Byggðarlag ehf
Lýsing: Uppdrættir sýna byggingu innan byggingarreits en vagna/hjólageymslu sem sér smábyggingu.
Afgreiðsla: Frestað. Óskað eftir frekari gögnum.
- Mál.nr. 2016050216
Heiti máls: Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
Málsaðili: Örn Óskarsson
Lýsing: Uppdrættir sýna götumynd lagðar fram og óskað er eftir að gólfkóti verði hækkaður úr 5,35m í 5,70m. Til vara í 5,55m
Afgreiðsla: Samþykkt að þakhæð verði í kóta 9,10/10,00 m
- Mál.nr. 2016090119
Heiti máls: Austurströnd 5 breyting innanhúss og gluggum.
Málsaðili: Smáragarður ehf
Lýsing: Umsókn um innanhúsbreytingar vegna væntanlegrar heildsölu. Gluggum bætt við á 1. hæð og vörudyr stækkaðar.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Önnur mál
- Mál.nr. 2015110060
Heiti máls: A Skerjabraut 1 hætta vegna sorpsgerðis við horn.
Málsaðili: (íbúar)
Lýsing: Nýlega varð hjólreiðaslys á gatnamótunum Sjónlengd til hægri frá Skerjabraut er lítil.
Afgreiðsla: Samþykkt að setja upp til bráðabirgða stöðvunarskyldu og umferðarspegil og byggingarfulltrúa falið að skoða aðrar lausnir.
- Mál.nr. 2014100051
Heiti máls: Nesbali 31 hraðahindrun.
Málsaðili: Íbúar við Nesbala 31
Lýsing: Óska eftir færslu hraðahindrunar.
Afgreiðsla: Umferðarsérfræðingur hefur skilað áliti. Erindinu hafnað.
Afgreiðslur Byggingarfulltrúa:
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Stefán Bergmann sign,