Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. september 2016

47. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 20. september,  2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2016080483
    Heiti máls: Kirkjubraut 2 Lóð Seltjarnarneskirkju
    Málsaðili: Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju
    Lýsing:  Tillaga um að lagfæra lóðarmörk skv. meðfylgjandi uppdrætti.
    Afgreiðsla: .Vísað til deiliskipulagsvinnu.

 Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 

  1. Mál.nr. 2016040138
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing:  Uppdrættir sýna byggingu innan byggingarreits en vagna/hjólageymslu sem sér smábyggingu.
    Afgreiðsla: Frestað. Óskað eftir frekari gögnum.

 

  1. Mál.nr. 2016050216
    Heiti máls: Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
    Málsaðili: Örn Óskarsson
    Lýsing:  Uppdrættir sýna götumynd lagðar fram og óskað er eftir að gólfkóti verði hækkaður úr 5,35m í 5,70m. Til vara í 5,55m
    Afgreiðsla: Samþykkt að þakhæð verði í kóta 9,10/10,00 m

 

  1. Mál.nr. 2016090119
    Heiti máls: Austurströnd 5 breyting innanhúss og gluggum.
    Málsaðili: Smáragarður ehf
    Lýsing: Umsókn um innanhúsbreytingar vegna væntanlegrar heildsölu. Gluggum bætt við á 1. hæð og vörudyr stækkaðar.
    Afgreiðsla: Samþykkt.

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2015110060
    Heiti máls: A Skerjabraut 1 hætta vegna sorpsgerðis við horn.
    Málsaðili: (íbúar)
    Lýsing: Nýlega varð hjólreiðaslys á gatnamótunum Sjónlengd til hægri frá Skerjabraut er lítil.
    Afgreiðsla: Samþykkt að setja upp til bráðabirgða stöðvunarskyldu og umferðarspegil og byggingarfulltrúa falið að skoða aðrar lausnir.
  1. Mál.nr. 2014100051
    Heiti máls: Nesbali 31 hraðahindrun.
    Málsaðili: Íbúar við Nesbala 31
    Lýsing: Óska eftir færslu hraðahindrunar.
    Afgreiðsla: Umferðarsérfræðingur hefur skilað áliti. Erindinu hafnað.

 

Afgreiðslur Byggingarfulltrúa:

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?