42. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 21. júní, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Boðið: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Kristinn Guðbjartsson, byggingarfulltrúi og Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2014110033
Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
Lýsing: Umsögn umhverfisnefndar um tillögur að deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og grannsvæði.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að umsögn umhverfisnefndar fylgi með deiliskipulagstillögunni og villur í tillögu verði leiðréttar.
- Mál.nr. 2016040139
Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
Málsaðili: Verkstjórn ehf.
Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýri 10 þar sem fjölgað er íbúðum í 5 og bílastæðum, breytt hæðarlega, áður frestað.
Afgreiðsla: Frestað, gólfkóti of neðarlega miðað við skilgreinda flóðahættu.
- Mál.nr. 2016030088
Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu, stillt upp tveimur kostum, áður frestað.
Afgreiðsla: Frestað, nefndin leggur til að skoðað verði að stækka lóð vegna bílastæða og skýrari skilmálar verði settir fram í tillögu.
Fyrirspurnir um skipulag
- Mál.nr. 2016060112
Heiti máls: Barðaströnd 37 fyrirspurn um aukahús á lóð.
Málsaðili: Eva María Jónsdóttir
Lýsing: Spurt hvort staðsetja mætti tímabundið aukahús samkvæmt meðfylgjandi gögnum á lóð utan byggingareits.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna stöðuleyfi til eins árs, en samþykki eigenda á nr. 39-43 þarf að liggja fyrir.
- Mál.nr. 2016060155
Heiti máls: Staða deiliskipulagsáætlana á Seltjarnarnesi.
Lýsing: Yfirlit yfir deiliskipulagsáætlanir í gildi og vinnslu hjá Seltjarnarnesbæ.
Afgreiðsla: .Kynnt.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Umsóknir
- Mál.nr. 2016020023
Heiti máls: Miðbrautar 34 uppstólað þak .
Málsaðili: Ívar Ívarsson
Lýsing: Umsókn um þak stólað upp í hæð á mæni 2,5 m yfir frágengna plötu yfir 1. hæð áður lagt fyrir sem deiliskipulagsbreyting dregið til baka og frestað vegna ónákvæmni í gögnum.
Afgreiðsla: Frestað milli funda.
- Mál.nr. 2016020028
Heiti máls: Safnatröð 2, Hjúkrunarheimili
Málsaðili: Seltjarnarnesbær
Lýsing: Staða undirbúnings byggingarleyfis fyrir Hjúkrunarheimili meðfylgjandi bréf frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla: Kynnt
Fyrirspurnir
Afgreiðslur Byggingarfulltrúa
31. maí 2016, 2016050408, Tjarnarstígur 14, samþykkt vegna eignaskipta.
14. júní 2016, 2016050409, Eiðistorg 15, samþykkt, blómabúð kaffi hús verði ísbúð kaffihús.
14. juní 2016, 2016060125, Látraströnd 30, samþykkt áður gerðra breytinga mest inni.
14. júní 2016, 2016050398, Sæbraut 1, samþykkt innréttingabreytingar, takmarkað byggingarleyfi.
14. júní 2016, 2016050065, Austurströnd 4, samþykkt síkkun síkkun glugga á sólstofu sem var áður samþykkt 1983 og byggð og sambr. Austurströnd 12 samþykkt 2012 .
15. júní 2016, 2016060135, Barðaströnd 51, samþykktir breyttir innveggir og stálstyrkingar með eldvörn vegna lokaúttektar.
Önnur mál
Nefndin þakkar skipulagsfulltrúa Þórði Ólafi Búasyni, sem lýkur störfum 30. júní, 2016 gott samstarf undanfarin ár.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristinn Guðbjartsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.