Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. mars 2016
38. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 15. mars, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 

  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag
    Lýsing:  Tillögur að deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og grannsvæði til samþykktar um vísan til bæjarstjóranar til ákvörðunar um auglýsingu sbr 41. grein Skipulagslaga nr 123/2010.
    Afgreiðsla:  Deiliskipulagstillagan samþykkt en skipulagsráðgjöfum falið að vinna texta um hverfisvernd við Bollagarðavör og gera lagfæringar samkvæmt umræðum á fundinum.
    Tillaga SB og RI að umsögn
    Við leggjum til að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og nærliggjandi útivistarsvæði verði send umhverfisnefndar til umsagnar.
    Tillagan samþykkt.
  1. Mál.nr. 2016020100
    Heiti máls: Reykjavík aðalskipulag miðborgar óskað umsagnar um verklýsing.
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing:  Bréf þar sem óskað er umsagnar frá Umhverfis og skipulagssviðið borgarinnar og verklýsing um breytingu aðalskipulags.
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  1. Mál.nr. 2015120075
    Heiti máls: Bakkahverfi breyting deiliskipulags fyrirspurn v/Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19, fyrir 14-16 íbúðri.
    Málsaðili: Hörðuból ehf
    Lýsing: Á núverandi lóðum Melabraut 20 og Valhúsabraut 19 eru skilmálar um 5  íbúðir alls en yrðu við breytingu 7-8 á hvorri lóð, breytt hugmynd. Var svarað neikvætt á fundi 16. febrúar 2016, þar sem bílastæðakröfu var ekki mætt innan lóðar
    Afgreiðsla:. Nefndin tekur neikvætt í tillöguna þar sem bílastæði eru ekki leyst á viðunandi hátt og húsin falla ekki að núverandi byggð.

    Fyrirspurnir um skipulag
  1. Mál.nr. 2016030048
    Heiti máls: Melshúsatún deiliskipulags breyting fyrirspurn v/Hrólfsskálavarar 2
    Málsaðili: Stúdíó Granda, Margrét Harðardóttir
    Lýsing: Spurt um möguleika á breytingu deiliskipulagsskilmála fyrir stækkun á byggingarreit og einbýlishúsi.
    Afgreiðsla:. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu og upplýsingum.
  1. Mál.nr. 2016010066
    Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breyting deiliskipulags fyrirspurn vegna Bollagarða 73-75.
    Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
    Lýsing: Bollagarðabýlið standi en leyft verði með höfðu samráði við Minjastofnun að byggja í skarðið milli íbúðarhúss og fjóss/hlöðu þar sem verði vinnustofa listamanns og afmarka reiti á lóð fyrir smáhús og geymslu listaverka úti. þar sem Bollagarðabýlið fái að standa en leyft verið að byggja í skarðið milli íbúðarhúss og fjóss/hlöðu þar sem verði vinnustofa listamanns og afmarka reiti á lóð fyrir smáhús og geymslu listaverka úti.
    Afgreiðsla:. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu og upplýsingum.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Umsóknir

  1. Mál.nr. 2016030037
    Heiti máls: Lindarbraut 47, byggingarleyfisumsókn, viðbygging.
    Málsaðili: Högni Óskarsson
    Lýsing:  Fyrirspurn áður afgreidd jákvætt á fundi 16. febrúar 2016. Viðbygging óverulega út fyrir byggingareit ( frekar minna en samkvæmt fyrirspurn).
    Afgreiðsla: Samþykkt, lokaúttekt áskilin, samræmist ákvæðum Mannvirkjalaga.
  1. Mál.nr. 2015110046
    Heiti máls: Eiðistorg 11, gasgeymslu á lóð vegna kjúklingasteikhúss breytt.
    Málsaðili: Hagkaup og Reitir ehf
    Lýsing:  Sótt um breytta gasgeymslu h: 2,4 m sem var án skriflegs byggingarleyfis reist nokkuð stærri h: ca 1,8 en sýnt var á samþykktum áformum um aðalteikningar í janúar 2015 mál nr. 2014100059. Byggingarfulltrúi óskar umfjöllunar Skipulags- og umferðarnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag á svæðinu. Var frestað á fundi 12. janúar 2016 og 16. febrúar, 2016
    Afgreiðsla:  Samþykkt með fyrirvara um að tryggt verði að bílastæði og umhverfi verði í samræmi við uppdrátt. Lokaúttekt áskilin, Samræmist ákvæðum Mannvirkjalaga

Fyrirspurnir

  1. Mál.nr. 2016020066
    Heiti máls: Skólabraut 2, spurt um leyfilega þakhækkun.
    Málsaðili: Anna Sigríður Arnardóttir
    Lýsing:  Samþykkt var þakhækkun 2011 en aldrei framkvæmd nú er spurt hvort leyfð yrði heil hæð með flötu þaki.
    Afgreiðsla: Frestað
  1. Mál.nr. 2016030051
    Heiti máls: Melabraut 5, fyrirspurn um uppstólað þak á núverandi steypt þak.
    Málsaðili: Gunnar Egill Finnbogason
    Lýsing:  Bréf með fyrirspurn þar sem álit granna hefur verið kannað auk teikninga af hugmynd.
    Afgreiðsla: Frestað

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2014020038
    Heiti máls: Haugsetnings sjóvarnarefnis við Bygggarðatanga, endurnýjun starfsleyfis.
    Lýsing:  Framlenging fékkst í ár eftir að sótt var um framlengingu hjá heilbrigðiseftirliti á starfsleyfi án frekari aðflutninga efnis þar sem vinna við sjóvarnir hefur dregist og ákvörðun um borholu fyrir vatnsöflun hitaveitu.

Afgreiðsla: Kynnt

  1. Mál.nr. 2016030051
    Heiti máls: Deiliskipulag miðbæjar vinnuhópur um forsögn lýsingar og verkefnis.
    Lýsing:  Lagðar fram fundargerðir frá fyrstur tveimur fundum hópsins m.a. með helstu fasteignaeigendum.
    Afgreiðsla: Lagt fram.
  1. Mál.nr. 2016020106
    Heiti máls: Fyrirspurn um lóð fyrir sambýli fyrir einhverfa.
    Málsaðili: Erlendur Magnússon
    Lýsing:  Bréfi til Seltjarnarnesbæjar vísað til umsagnar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að skoða málið.

 

Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160-2010.

11. mars 2016, 2016030043 Hrólfsskálamelur 10-18. Samþykktar reyndarteikningar eftir lagfæringar sem kom í ljós að eru nauðsynlegar við öryggisúttekt í húsinu.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:20.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?