36. fundur Skipulags- og umferðanefndar, föstudaginn 15. janúar, 2016, kl. 12:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.
Gísli Hermannsson sviðsstjóri umhverfissviðs.
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson,
fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2016010031
Heiti máls: Mýrin deiliskipulag breyting umsókn v/Suðurmýrar 36-38 og Tjarnarmýri 17-19, í eina lóð, íbúðir verði 16.
Málsaðili: Fag Bygg ehf.
Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem frestað var á 35. fundi. Á núverandi lóðum eru skilmálar um 4 íbúðir á fjórum lóðum og nýtingarhlutfall ofanjarðar 0,55 en verði 16 íbúðir á eini lóð Suðurmýri 38-38 og nýtingarhlutfall ofanjarðar 0,6, lóðir sameinaðar og byggingarreitum breytt.
Afgreiðsla: Samþykkt að vísa deiliskipulagsbreytingu til bæjarstjórnar til staðfestingar og ákvörðunar um auglýsingu, samræmist 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010..
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.12:30.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.