Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

12. janúar 2016

35. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 12. janúar, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2015040037
    Heiti máls: Deiliskipulag miðbæjar á Seltjarnarnesi, hugmyndasamkeppni
    Lýsing: Niðurstaða hugmyndasamkeppni um miðbæ, þar sem Kanon arkitektar báru sigur úr býtum, Halldóra Kristín Bragadóttir, Helga Bragadóttir og Helgi Bollason Thóroddsen mæta á fundinn auk bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Hugmyndin kynnt, skipulagsstjóra falið að undirbúa leit tilboða í deiliskipulagsvinnu.
  1. Mál.nr. 2016010031
    Heiti máls: Mýrin deiliskipulag breyting umsókn v/Suðurmýrar 36 og 38, íbúðir verði 16.
    Málsaðili: Fag Bygg ehf.
    Lýsing:  Á núverandi lóðum Suðurmýrar 36 og 38 eru skilmálar um 4 íbúðir og nýtingarhlutfall 0,55 en verði 16 íbúðir og nýtingarhlutfall 0,57.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.
  1. Mál.nr. 2015110053
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulags breyting v/Miðbrautar 28 grenndarkynning 4 íbúðir.
    Málsaðili: Lantan ehf
    Lýsing:  Grenndarkynningu lýkur 5. febrúar, 2016..
    Afgreiðsla: Kynnt
  1. Mál.nr. 2015120075
    Heiti máls: Bakkahverfi breyting deiliskipulags fyrirspurn v/Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19, fyrir 14-16 íbúðri.
    Málsaðili: Hörðuból ehf
    Lýsing: Á núverandi lóðum Melabraut 20 og Valhúsabraut 19 eru skilmálar um 5  íbúðir alls en yrðu við breytingu 7-8 á hvorri lóð.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.
  1. Mál.nr. 2015120082
    Heiti máls: Mýrin deiliskipulag fyrirspurn, breyting v/Sudurmýri 10 verði 4-6 íb.
    Málsaðili: Höskuldur Arason og Halldóra Reykdal
    Lýsing:  Mýrin deiliskipulag fyrirspurn um breytingu v/Sudurmýri 10  sem nú er einbýlishús og leyfilegt nýtingarhlutfall 0,55 en við breytingu verði 5-6 íbúðir og nýtingarhlutfall 0,65.
    Afgreiðsla: Nefndin mun skoða erindið ef gildandi nýtingarhlutfall er virt.
  1. Mál.nr. 2015110024
    Heiti máls: Sudurströnd 1 Mánabrekka sótt um stöðuleyfi fyrir aukahús
    Lýsing:  Þó að skipulagsráðgjafi miðbæjarsvæðis hafi lagt fram álit um að grenndarkynningar væri ekki þörf var eftir samþykkt Skipulags- og umferðarnefndar leitað umsagnar næstu nágranna, þeas. stjórnar húsfélags að Hrólfsskálamel 10-18, sem tjáir sig um erindið en andmælir ekki, því er óskað stöðuleyfis fyrir 36 fm skrifstofuhús til eins árs.
    Afgreiðsla:  Samþykkt með skilyrði um lokaúttekt, samræmist ákvæðum Mannvirkjalaga..
  1. Mál.nr. 2015110046
    Heiti máls: Eiðistorg 11, gasgeymslu á lóð vegna kjúklingasteikhúss breytt.
    Málsaðili: Hagkaup og Reitir ehf
    Lýsing:  Sótt um breytta gasgeymslu h: 2,4 m sem var án skriflegs byggingarleyfis reist nokkuð stærri h: ca 1,8 en sýnt var á samþykktum áformum um aðalteikningar í janúar 2015 mál nr. 2014100059. Byggingarfulltrúi óskar umfjöllunar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Afgreiðsla: Frestað
  1. Mál.nr. 2015120080
    Heiti máls: Lindarbraut 47, fyrirspurn um viðbyggingu.
    Málsaðili: Magnús Skúlason arkitekt
    Lýsing:  Fyrirspurn og meðfylgjandi gögn um 53 fm viðbyggingu sem fer nokkuð út fyrir byggingarreit samkvæmt eldri byggingaskilmálum, en deiliskipulag er í vinnslu.
    Afgreiðsla: Frestað
  1. Mál.nr. 2015120081
    Heiti máls: Reykjavík aðalskipulag, verkefnislýsing breyting á skiplagsreit RUV
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing: Óskað er umsagnar um verkefnislýsingu sem gerir ráð fyrir aukningu um 200 íbúðir á reitum við RUV úr 50 í 250 íbúðir..
    Afgreiðsla: Kynnt
  1. Mál.nr. 2016010032
    Heiti máls: Ölfus aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæða
    Málsaðili: Sveitarfélagið Ölfus
    Lýsing:  Aðalskipulagsbreyting hefur snert svæði sem eru og liggja að á náttúruminjaskrá en er nú auglýst til kynningar.
    Afgreiðsla: Kynnt
  1. Mál.nr. 2016010046
    Heiti máls: Reykjavík aðalskipulag drög að verklýsingu v/breytingu kirkjugarðs.
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing:  Drög að verklýsingu vegna breytinga eftir nýtt umhverfismat vegna staðsetninga við Geldinganes og við Úlfarsfell.
    Afgreiðsla: Kynnt

    Önnur mál
  1. Mál.nr. 2016010038
    Heiti máls: Fundaráætlun Skipulags- og umferðarnefndar 2016.
    Lýsing:  Áætlaðir fundir viku fyrir seinni fundi bæjarstjórnar í hverjum mánuði árið 2016.
    Afgreiðsla: Frestað

Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160-2010.

7.janúar 2016, 2016010036 Hrólfsskálamelur 1-5, sótt um breytingu á skráningartöflu vegna skráningar geymsla við íbúðir í fjölbýli sem er í byggingu og var áður samþykkt 10. apríl 2015 með málsnr. 2015040027. Samþykkt

7. janúar 2016, 2014110008 Vesturströnd 5, sótt um sambærilega breytingu stækkun íbúðar yfir svalir og áður hefur verið samþykkt á hús nr. 3. Samþykkt.

7. janúar 2016, 2015040185 Selbraut 44, sótt um áðurgerða sólstofu, sem sótt var fyrst um í mars 2011, 2011030061. Samþykkt.

7. janúar 2016, 2015080537 Vesturströnd 29, endurnýjun samþykktar á umsókn um sólstofu frá 20.mars 2012, málsnr. 2009060018. Samþykkt.

15.desembar 2015, Suðurströnd 12, umsókn um skilti fyrir heilsugæslu og húsnr. Samþykkt.

2.desember 2015, 2015120002 Barðaströnd 51, umsókn um breytta innveggi. Samþykkt.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:00.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign,  Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?