Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

27. maí 2015

27. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 27. maí, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Stefán Bergmann, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033.
    Lýsing:  Vinnufundur eftir auglýsingu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi, samantekt um gögn um ábendingar og athugasemdir frá ALTA aðalskipulags ráðgjafa. Árni Geirsson kemur til fundar. Greinargerð yfirfarin.
    Afgreiðsla: . Greinargerð yfirfarin.

    Önnur mál
  1. Mál.nr. 2015050308
    Heiti máls: Suðurströnd 16, knattspyrnuvöllur, auglýsingar á girðingum
    Lýsing:  Bréf til skipulags- og umferðarnefndar um ósk knattspyrnudeildar Gróttu um möguleika á leyfi til uppsetningar auglýsingaskilta utan á girðingu svonefnds Vivaldivallar.
    Afgreiðsla:  Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfi í samræmi við fyrirliggjandi drög um skiltareglur á Seltjarnarnesi.
    Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.9:54.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?