26. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 19. maí, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, Gísli Hermannsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2015040037
Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjar Seltjarnarness.
Lýsing: Undirbúningur hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu fyrir Miðbæ. Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ kynnir umsókn til Nordic Built til að styrkja nálgun verkefnis.
Afgreiðsla: .Skipulags- og umferðanefnd samþykkir drög að umsókn til Nordic Built og vísar til staðfestingarbæjarstjórnar.
- Mál.nr. 2014060035
Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033.
Lýsing: Ábendingar og umsagnir sem borist hafa eftir kynningu og auglýsingu á vinnslustigi,Árni Geirsson frá aðalskipulagsráðgjafanum ALTA kemur á fundinn.
Afgreiðsla: .Farið yfir innsendar athugasemdir við aðalskipulag á vinnslustigi og næstu skref í vinnslu aðalskipulags.
- Mál.nr. 2013060023
Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar, Hofgarðar.
Lýsing: Vinnufundur farið yfir ábendingar og viðbætur skipulagsfulltrúa við drög að svörum við athugasemdum sem bárust við lögbundna auglýsingu deiliskipulagstillögu.
Afgreiðsla: . Skipulags- og umferðarnefnd samþykktir endurbætt drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum við auglýst deiliskipulag.
- Mál.nr. 2014110033
Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæð og aðliggjandi svæði.
Lýsing: Samantekt á ábendingum sem hafa borist eftir auglýsingu og kynningu á lýsingu fyrr og síðar sem og vegna aðalskipulags, sem send verða deiliskipulagsráðgjafa til vinnslu.
Afgreiðsla: . Skipulags- og umferðarnefnd samþykktir að ábendingar verði sendar til deiliskipulagsráðgjafa til vinnslu deiliskipulags.
- Mál.nr. 2015050073
Heiti máls: Hjólastígar á Reykjavíkursvæðinu ósk um styrk.
Lýsing: Lagt fram erindi frá hóp um gerð samræmdra korta af hjólastígum.
Afgreiðsla: . . Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í málið og vísar til bæjarráðs.
Önnur mál
Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:14.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Guðmundur Ari Sigurjónsson sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.