Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. mars 2015
23. fundur Skipulags- og umferðanefndar, mánudaginn 23. mars, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Gísli Hermannsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2014 endurskoðun.
    Lýsing:  Vinnufundur. greinargerð vegna aðalskipulags lögð fram. Frá Alta voru Árni Geirsson, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Hlín Sverrisdóttir mætt á fundinn.
    Afgreiðsla: Áframhald vinnu að greinargerð aðalskipulags og undirbúningur kynninningarfundar um aðalskipulag á vinnslustigi.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160

  1. Mál.nr. 2014110019
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 1-5
    Málsaðili: LL11.ehf
    Lýsing: Á 20. fundi nefndarinnar var staðfest athugasemd byggingarfulltrúa vegna samþykktra áforma um byggingu 34 íbúða fjölbýlishúss (sjá 19. fundi Skipulags- og umferðarnefndar) á lóðinni Hrólfsskálamelur 1-18 þar sem byggingarfulltrúi ákvað að óska eftir nánari skýringum um samræmi aðalteikninga við deiliskipulag. Byggingarfulltrúi hefur að athuguðu máli ákveðið að fella samþykkt áformanna úr gildi með bréfi til umsækjanda og óskar staðfestinar nefndarinnar.
    Afgreiðsla: .Staðfest

Önnur mál

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:15.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?