13. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 21. október, 2014, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason boðaði forföll, Axel Þórir Friðriksson , Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.
Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs: Kristján Hilmir Baldursson boðaði forföll, Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri, Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
- Mál.nr. 2013050030
Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri.
Lýsing: Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu,10 athugasemdir bárust og umsögn lögmanns um drög að svörum og viðbrögum, smávægilegum breytingum lögð fram, Páll Gunnlaugsson ASK .
Afgreiðsla: Svör við athugasemdum samþykkt og deiliskipulagstillögu vísað til bæjarstjórnar til ákvörðunar um að óska umsagnar Skipulagsstofnunar samkvæmt 42. gr.laga nr. 123/2010.
Stefán Bergmann lagði fram eftir farandi bókun:
Undirritaður telur margt vel afgreitt í fyrirliggjandi tillögu að svörum, en telur svar við ábendingu Sigurþóru Bergsdóttur óeðlilega þar sem ljóst er að skipulagsnefnd ræddi ekki lóðirnar við Eiðismýri og Suðurmýri á þeim forsendum gildandi aðalskipulags sem vísað er til í erindinu né rök fyrir að halda opnum í deiliskipulagi möguleika á byggingu tveggja húsa á þessum lóðum í stað fjögurra parhúsa.
Bjarni Torfi Álfþórsson lagði fram eftir farndi bókun: Við vinnu deiliskipulagsins hafa ýmsir kostir á uppbyggingu á lóðum Stóra- og Litla-Áss verið skoðaðir auk þess sem ýmsar tillögur hafa borist bæjaryfirvöldum. Á fundi Skipulags- og umferðanefndar þann 4. desember 2013 mætti skipulagshönnuður og kynnti þau álitamál sem uppi voru í hverfinu. Nefndin studdi einróma tillögur hans um útfærslu á þessum byggingareit, þ.e. að með tilliti til grenndar-sjónarmiða og byggðamynsturs væri rétt að leggja til byggingu parhúsa í anda nálægðra húsa.
- Mál.nr. 2013100050
Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
Lýsing: Deiliskipulagstillaga til kynningar lögð fram, Páll Gunnlaugsson ASK.
Afgreiðsla: Skipulagshönnuður kynnti tillögu og var honum falið að lagfæra tillögu í samræmi við umræður á fundinum.
- Mál.nr. 2013120072
Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
Lýsing: Deiliskipulagstillaga til kynningar lögð fram, Helga Bragadóttir og Helgi Thóroddsen frá Kanon
Afgreiðsla: Skipulagshönnuðir kynntu tillögu og var þeim falið að lagfæra skipulags-tillögu í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan verði kynnt á næsta fundi nefndarinnar 18. nóvember, 2014.
Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram eftir farandi bókun:
Fulltrúi Neslista leggur til að hugmyndir um breytingar á Nesvegi sem sýndar hafa verið í einstaka deiliskipulagstillögum sem liggja að Nesvegi verði skoðaðar heildstætt.
- Mál.nr. 2013060023
Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarðar.
Lýsing: Tillaga að skipulagshönnuðar lögð fram að lokinni vinnslu eftir samráð með Skipulags- og umferðarnefnd um álitamál á fundi 28. janúar 2014, Soffía Valtýsdóttir frá Batteríinu .
Afgreiðsla: Skipulagshönnuður kynnti tillögu og er honum falið að lagfæra í samræmi við umræður á fundinum.Tillögu þannig lagfærðri vísað til bæjarstjórnar til ákvörðunar um auglýsingu kynningar samkvæmt 41. gr laga nr 123/2010.
- Mál.nr. 2014070027
Heiti máls: Austurhöfn deiliskipulag
Lýsing: Skipulags fulltrúi lýsir stöðu máls eftir kæru Seltjarnarnesbæjar. Úrskurðanefnd (ÚUA) skoðar stöðu máls eftir ábendingu um að hönnunaráætlun gatna samkvæmt kærðu deiliskipulagi muni hafa verið send Vegagerð til umsagnar.
Umferðamál
- Mál.nr. 2014100051
Heiti máls: Nesbali syðri hraðahindrun.
Lýsing: Lög fram skýrsla umferðarsérfræðings hjá VSÓ, minnisblað dags.13.10.2014 .
Afgreiðsla: Samþykkt að flytja hraðahindrun í samræmi við tillögu 4 í skýrslunni.
Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:40
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Axel Þórir Friðriksson sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign