9. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, þriðjudaginn 6. maí, 2014, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann boðaði forföll, Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri,
Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Umferðamál
- Mál.nr. 2009050021
Heiti máls: Umferðaöryggisáætlun
Lýsing: Umferðaöryggisáætlun, Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá VSÓ kynnir skýrslu. Verkefnið var áður kynnt á 2. fundi Skipulag- og umferðanefndar 15. október, 2013.
Afgreiðsla: Kynnt. Nefnin lýsir ánægju með skýrsluna og kom með ákveðnar ábendingar.
Skipulagsmál - Mál.nr. 2013060013
Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2015-2040
Lýsing: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2015-2040, staða máls eftir umfjöllun hjá stjórn Samtaka sveitarfélaga og Svæðisskipulagsnefnd SSH.
Afgreiðsla: Formaður gerði grein fyrir stöðu mála. - Mál.nr. 2014040008
Heiti máls: Melabraut 19 umsókn um breytingu verslunar í íbúðir
Málsaðili: Langhólmi ehf
Lýsing: Melabraut 19 byggingarleyfisumsókn um breytingu verslunar í 4 íbúðir, byggingarfulltrúi óskar umfjöllunar Skipulags- og umferðanefndar um erindið sem frestað var milli funda á áttunda fundi Skipulags- og umferðanefndar.
Afgreiðsla: Nefndinni þykir miður að verslun leggist af í húsnæðinu en stendur ekki í vegi fyrir að breyta deiliskipulagi og samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu. Lögð verði áhersla á að ásýnd framhliðar hússins falli vel að götumynd.
- Mál.nr. 2014040046
Heiti máls: Hundagerði
Málsaðili: Bjarni Eyvinds Þrastarson.
Lýsing: Hugmyndir um hundagerði á ýmsum stöðum á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Kynnt, vísað til deiliskipulagsvinnu.
Byggingamál.
Samþykktir byggingarfulltrúa 12.3.2014
2014010059 Skerjabraut 1-3 breytt samþykkt fyrir fjölbýlishús
2014030022 Selbraut 80 endurnýjuð samþykkt fyrir breytingar einbýlishúss og lóðar.
2014030025 Hrólfsskálavör 8 breytt samþykkt v/ glugga og svala á einbýlishúsi.
Samþykkt byggingarfulltrúa 21.3.2014
2011060010 Ráðagerði samþykkt áform, mest áðurgerð, setlaug og lóðarbreytingar.
Samþykktir byggingarfulltrúa 30.4.2014
2014040048 Tjarnarstígur 1, innréttingabreytingar á fyrstu hæð.
Önnur mál
- Mál.nr. 2014020038
Heiti máls: Framkvæmdaleyfi, haugsetning stórgrýtis við strönd vestan Bygggarða
Lýsing: Framkvæmdaleyfi, umgengni verktaka sem flytur sjóvarnargrjót á staðinn og áhaldahúss Seltjarnarness á svæði framkvæmdaleyfis við strönd vestan Bygggarða.
Afgreiðsla: Ábendingar skipulagsfulltrúa kynntar.
Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:12.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)